Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

42. spurningaþraut: Eldflaugar, múrar og kettir

42. spurningaþraut: Eldflaugar, múrar og kettir

Þá er hér komin 42. spurningaþrautin, og þið svarið fyrst aukaspurningunni: Hvaða atburður sést á myndinni hér að ofan?

Og hver skóp styttuna á myndinni hér að neðan?

En spurningarnar tíu eru þessar:

1.   Bandaríkjamenn náðu forskoti í eldflauga- og geimferðakapphlaupi við Sovétmenn meðal annars vegna þess að þeir höfðu í þjónustu sinni þýskan vísindamann og eldflaugasérfræðing, sem áður hafði unnið fyrir Adolf Hitler. Hvað hét sá armi þrjótur?

2.   Margrét 2. Danadrottning er náttúrlega dóttir Danakóngs, sem í hennar tilfelli hét Friðrik 9., en móðir hennar var konungsdóttir úr öðru landi. Hvaða landi?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

4.   Frá hvaða landi kemur fótboltakappinn Luis Suárez, sem nú leikur með Barcelona?

5.   Í Biblíunni er því lýst þegar Ísraelsmenn marsera kringum borg eina með svo ógnarlegum lúðrablæstri að múrar hennar hrynja. Hver er borgin?

6.   Hvað kallast kötturinn í sögunni um Lísu í Undralandi sem getur látið sig hverfa uns ekkert er eftir nema glottið?

7.   Hver er lengsta og þyngsta hvalategundin?

8.   Hvað hét íslenska hljómsveitin sem söng um Pamelu í Dallas fyrir einhverjum áratugum?

9.   Önnur íslensk hljómsveit hætti störfum fyrir fjórum árum, mörgum til sorgar, því hljómsveitin var ansi vinsæl. Meðlimir voru margir en á enga hallað þótt þekktastir þeirra séu taldir bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel. Hvað hét hljómsveitin?

10.   Hvað heitir utanríkisráðherra Bandaríkjanna?

Hér eru svörin:

1.   Wernher von Braun.

2.   Svíþjóð.

3.   Úrúgvæ.

4.   Úrúgvæ.

5.   Jeríkó.

6.   Cheshire-kötturinn.

7.   Steypireyður.

8.   Dúkkulísurnar. Athugið að hér var rangt svar hjá mér í fyrstu. Algjör skömm!

9.   Retro Stefson.

10.   Mike Pompeo.

Svör við aukaspurningum:

Styttuna gerði franski myndhöggvarinn Rodin.

Myndin efst er hins vegar hluti af frægri ljósmynd sem tekin var þegar sovéskur hermaður setti rauðan fána á þýska þinghúsið við lok síðari heimsstyrjaldar 1945.

Svona lítur hún út í heild:

En hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár