Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

42. spurningaþraut: Eldflaugar, múrar og kettir

42. spurningaþraut: Eldflaugar, múrar og kettir

Þá er hér komin 42. spurningaþrautin, og þið svarið fyrst aukaspurningunni: Hvaða atburður sést á myndinni hér að ofan?

Og hver skóp styttuna á myndinni hér að neðan?

En spurningarnar tíu eru þessar:

1.   Bandaríkjamenn náðu forskoti í eldflauga- og geimferðakapphlaupi við Sovétmenn meðal annars vegna þess að þeir höfðu í þjónustu sinni þýskan vísindamann og eldflaugasérfræðing, sem áður hafði unnið fyrir Adolf Hitler. Hvað hét sá armi þrjótur?

2.   Margrét 2. Danadrottning er náttúrlega dóttir Danakóngs, sem í hennar tilfelli hét Friðrik 9., en móðir hennar var konungsdóttir úr öðru landi. Hvaða landi?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

4.   Frá hvaða landi kemur fótboltakappinn Luis Suárez, sem nú leikur með Barcelona?

5.   Í Biblíunni er því lýst þegar Ísraelsmenn marsera kringum borg eina með svo ógnarlegum lúðrablæstri að múrar hennar hrynja. Hver er borgin?

6.   Hvað kallast kötturinn í sögunni um Lísu í Undralandi sem getur látið sig hverfa uns ekkert er eftir nema glottið?

7.   Hver er lengsta og þyngsta hvalategundin?

8.   Hvað hét íslenska hljómsveitin sem söng um Pamelu í Dallas fyrir einhverjum áratugum?

9.   Önnur íslensk hljómsveit hætti störfum fyrir fjórum árum, mörgum til sorgar, því hljómsveitin var ansi vinsæl. Meðlimir voru margir en á enga hallað þótt þekktastir þeirra séu taldir bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel. Hvað hét hljómsveitin?

10.   Hvað heitir utanríkisráðherra Bandaríkjanna?

Hér eru svörin:

1.   Wernher von Braun.

2.   Svíþjóð.

3.   Úrúgvæ.

4.   Úrúgvæ.

5.   Jeríkó.

6.   Cheshire-kötturinn.

7.   Steypireyður.

8.   Dúkkulísurnar. Athugið að hér var rangt svar hjá mér í fyrstu. Algjör skömm!

9.   Retro Stefson.

10.   Mike Pompeo.

Svör við aukaspurningum:

Styttuna gerði franski myndhöggvarinn Rodin.

Myndin efst er hins vegar hluti af frægri ljósmynd sem tekin var þegar sovéskur hermaður setti rauðan fána á þýska þinghúsið við lok síðari heimsstyrjaldar 1945.

Svona lítur hún út í heild:

En hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu