Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald

„Ég tel ekki að þetta sé rétti tíma­punkt­ur­inn,“ sagði Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son þeg­ar rætt var um til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þess efn­is að fyr­ir­tæki sem fá upp­sagna­styrki verði lát­in skila los­un­ar­bók­haldi og gera lofts­lags­áætl­un.

Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að krefja fyrirtæki um að skila losunarbókhaldi. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar greidd voru atkvæði um breytingartillögu Samfylkingarinnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um uppsagnaleiðina eftir aðra umræðu.

„Tillaga háttvirts þingmanns Oddnýjar G. Harðardóttur um að fyrirtæki skili losunarbókhaldi er góðra gjalda verð. Hins vegar hefur hún ekkert verið rædd eða reifuð, við höfum ekki fengið neinar umsagnir eða gesti eða nokkurn skapaðan hlut vegna þessa máls. Ég tel ekki að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ sagði Ólafur Þór. „Hins vegar er ég alveg til í á réttum vettvangi, að flytja sambærilega tillögu til þingsályktunar, að við tökum þetta almennt inn í íslensk lög um fyrirtæki.“

Stjórnarmeirihlutinn felldi allar breytingartillögur Samfylkingarinnar, en Oddný hafði lagt til að fyrirtæki sem nýttu sér uppsagnaleiðina og hefðu til þess getu yrðu látin greiða sérstakan tekjuskattsauka frá árinu 2023, þeim yrði óheimilt að greiða ofurlaun og mættu ekki nýta sér skattaskjól. Þá lagði hún til að aðili sem fengi stuðning vegna 10 launamanna eða fleiri yrði gert að „skila losunarbókhaldi samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði fyrir árið 2019 ásamt upplýsingum um hvernig hann hyggist draga úr losun á næstu 5 árum“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár