Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald

„Ég tel ekki að þetta sé rétti tíma­punkt­ur­inn,“ sagði Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son þeg­ar rætt var um til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þess efn­is að fyr­ir­tæki sem fá upp­sagna­styrki verði lát­in skila los­un­ar­bók­haldi og gera lofts­lags­áætl­un.

Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að krefja fyrirtæki um að skila losunarbókhaldi. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar greidd voru atkvæði um breytingartillögu Samfylkingarinnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um uppsagnaleiðina eftir aðra umræðu.

„Tillaga háttvirts þingmanns Oddnýjar G. Harðardóttur um að fyrirtæki skili losunarbókhaldi er góðra gjalda verð. Hins vegar hefur hún ekkert verið rædd eða reifuð, við höfum ekki fengið neinar umsagnir eða gesti eða nokkurn skapaðan hlut vegna þessa máls. Ég tel ekki að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ sagði Ólafur Þór. „Hins vegar er ég alveg til í á réttum vettvangi, að flytja sambærilega tillögu til þingsályktunar, að við tökum þetta almennt inn í íslensk lög um fyrirtæki.“

Stjórnarmeirihlutinn felldi allar breytingartillögur Samfylkingarinnar, en Oddný hafði lagt til að fyrirtæki sem nýttu sér uppsagnaleiðina og hefðu til þess getu yrðu látin greiða sérstakan tekjuskattsauka frá árinu 2023, þeim yrði óheimilt að greiða ofurlaun og mættu ekki nýta sér skattaskjól. Þá lagði hún til að aðili sem fengi stuðning vegna 10 launamanna eða fleiri yrði gert að „skila losunarbókhaldi samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði fyrir árið 2019 ásamt upplýsingum um hvernig hann hyggist draga úr losun á næstu 5 árum“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár