Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 31: Lúxusbílarnir Zil, hvaðan komu þeir?

Spurningaþraut 31: Lúxusbílarnir Zil, hvaðan komu þeir?

Þá eru hér spurningarnar tíu, og aukaspurningarnar:

Frá hvaða stað á Íslandi er myndin hér að ofan?

Og hver er karlinn á myndinni að neðan?

1.   Hér er spurt um bandaríska tónlistarkonu, sem hét við fæðingu Angela Trimble en var ættleidd aðeins þriggja mánaða og fékk þá nýtt nafn. Hún er nú að verða hálfáttræð, en slakar hvergi á í töffaraskapnum. Meðal náinna samverkamanna hennar gegnum tíðina eru Jimmy Destri og Clem Burke og þó allra lengst Chris Stein. Hvað var hið nýja nafn Angelu Trimble?

2.   Hvað heitir hafsvæðið milli Norður- og Suður-Ameríku?

3.   Zil hétu lúxusbílar sem til skamms tíma voru framleiddir í Evrópuríki einu. Hvaða ríki var það?

4.   Lili'uokalani hét drottning ein sem steypt var af stóli í heimalandi sínu árið 1893. Sett var á stofn lýðveldi en það fór allt í vaskinn og sex árum seinna innlimuðu Bandaríkin ríki drottningar. Hvar var það ríki?

5.   Hvað kallaðist sá sænski kóngur sem gerði innrás í Rússland í upphafi 18. aldar en beið lægri hlut og dó loks við umsátur við virki í Noregi?

6.   Hvað hét sú íslenska hljómsveit sem gaf út plötuna Emotional árið 2005, þar sem meðal annars er að finna lögin Nasty Boy og The One.

7.   Þjóðhátíðardagur Íslands er 17. júní. Til minningar um hvað varð hann fyrir valinu?

8.   Hver skrifaði bókina Undantekningin, sem út kom 2012?

9.   Frá hvaða landi er fótboltamaðurinn Robert Lewandowski?

10.   Egg eru afar vítamínrík, eins og allir vita. En hvað af hinum helstu vítamínum er EKKI að finna í eggjum?

Svörin:

1.   Debbie Harry, söngkona Blondie.

2.   Karíbahaf.

3.   Sovétríkjunum, síðan Rússlandi, svo hvorttveggja er rétt.

4.   Á Hawaii-eyjum.

5.   Karl 12.

6.   Trabant.

7.   Fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 1811.

8.   Auður Ava Ólafsdóttir.

9.   Póllandi.

10.   C.

Og svörin við aukaspurningum:

Myndin að ofan er frá Öskjuvatni.

Karlinn er Hilmir Snær Guðnason í hlutverki sínu í leikritinu Fást.

Hér er svo þrautin frá í gær.

        

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu