Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja áhuga NATO á Helguvíkuruppbyggingu „sögusagnir“

Meiri­hlut­inn í Reykja­nes­bæ vill ekki taka þátt í „mold­viðri“ al­þing­is­manna vegna hug­mynda um millj­arða upp­byg­ingu fyr­ir NATO í Helgu­vík. For­sæt­is­ráð­herra seg­ir eng­in form­leg sam­töl hafa átt sér stað um mál­ið.

Segja áhuga NATO á Helguvíkuruppbyggingu „sögusagnir“
Friðjón Einarsson Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segist ekki vilja taka þátt í moldviðri alþingismanna.

Meirihlutinn í Reykjanesbæ segir fréttir af áhuga Atlantshafsbandalagsins (NATO) á uppbyggingu í Helguvík vera „sögusagnir“.

Reykjaneshafnir hafa málið á teikniborðinu, þó að engin fyrirspurn hafi borist frá NATO um slíka uppbyggingu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er einnig mikill hvatamaður að því og segir uppbygginguna geta numið 16,5 milljörðum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hins vegar sagt að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað um málið, sem væri enn aðeins hugmynd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem fram kom í vinnu við fjáraukalög.

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær um að hvetja ríkisstjórnina til að útiloka ekki slíka uppbyggingu. Benti hún á að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé slíkt að fjórði hver íbú sé nú án atvinnu.

„Borist hafa fréttir af áhuga Atlantshafsbandalagsins (NATO) á uppbyggingu í Helguvík fyrir milljarða króna og að utanríkisráðherra hafi lagt til að það yrði liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa heimsfaraldursins,“ segir í tillögunni. „Yrði af framkvæmdum myndi það hafa verulega jákvæð áhrif fyrir svæðið. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur ríkisstjórnina til að standa sameinuð í baráttunni gegn þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í atvinnumálum Suðurnesja og útiloka ekkert í þeim efnum.“

„[Við] viljum ekki taka þátt í pólitísku moldvirði alþingismanna“

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, tók þá til máls og lagði fram bókun fyrir hönd meirihlutans. „Við teljum óeðlilegt að bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ taki undir „sögusagnir“ um áhuga NATO um að ráðast í miklar framkvæmdir í Helguvík sem nemur mörgum milljörðum. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að engar upplýsingar hefðu komið fram um meintan áhuga þeirra í þessu máli, en að ef svo væri þyrfti þetta að fara fyrir Alþingi. Við höfum lýst yfir áhuga á uppbyggingu í Helguvík i samstarfi við alla áhugasama aðila en viljum ekki taka þátt í pólitísku moldvirði alþingismanna.“

Tillagan var felld með atkvæðum meirihluta Beinnar leiðar, Framsóknar og Samfylkingar gegn atkvæðum fulltrúa Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár