Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Manneskja á sér litla von þegar uppgufun svita hættir

Fólk gæti glímt við vanda tengd­an sam­spili mik­ils hita og raka fyrr en áætl­að var. Þar sem hita­stig og raka­stig er mjög hátt get­ur það leitt til þess að upp­guf­un svit­ans hætt­ir jafn­vel al­veg, sem er lífs­hættu­legt ástand.

Manneskja á sér litla von þegar uppgufun svita hættir

Sérfræðingar á sviði loftslagsvísinda hafa lengi haft áhyggjur af samspili aukins hitastigs á jörðinni vegna loftslagsbreytinga og mikils raka. Það er nefnilega vel þekkt að erfiðara er fyrir okkur mannfólkið að þola rakan hita en þurran.

Rannsóknir hafa spáð því að með auknu hitastigi á jörðinni af völdum loftslagsbreytinga munu íbúar í og nærri hitabeltinu upplifa sambland af miklum hita og raka í auknum mæli. Fram til þessa hafa vísindamenn að mestu spáð því að þetta sé vandi sem gæti orðið að veruleika seint á þessari öld. Ný rannsókn bendir þó til þess að vandinn sé þegar hafinn.

Af hverju skiptir samspil hita og raka máli?

Líkt og við þekkjum vel kælir mannfólk sig með því að svitna. Ferlið hefst á því að líkaminn seytir svita út um svitaholur á húðinni. Svitinn gufar síðan upp af yfirborði húðarinnar. Við þetta losnar hiti af yfirborði líkamans og hjálpar okkur að halda hitastigi líkamans innan þeirra marka sem hann þolir.

Þetta jafnvægi er viðkvæmt og geta öfgar í veðurfari raskað því nokkuð fljótt. Uppgufun svita virkar til dæmis illa þegar andrúmsloftið er mjög rakt fyrir. Svitinn á þá erfiðara með að gufa upp í rakamettað loftið og það hægist á uppgufuninni og þar með raskast jafnvægið á líkamshita okkar.

Í tilfellum þar sem hitastig og rakastig er mjög hátt getur það leitt til þess að uppgufun svitans hættir jafnvel alveg. Manneskja í slíkum aðstæðum á sér litla von og líffæri líkamans byrja fljótlega að bila. Við slíkar aðstæður deyr einstaklingurinn á aðeins nokkrum klukkustundum geti hann ekki komið sér í loftkælt skjól í tæka tíð.

Greindu þúsundir tilvika hás hita og mikils raka

Í rannsókn sem birtist í tímaritinu Science Advances í byrjun maí er fjallað um niðurstöður á breytingum á hitastigi í heiminum. Rannsóknarhópurinn bar kennsl á þúsundir tilvika þar sem hátt lofthitastig og mikill raki áttu sér stað samtímis á svæðum í Asíu, Afríku, Ástralíu, Suður-Ameríku og Norður-Ameríku.

Þessi tilvik áttu það sameiginlegt að vara í stuttan tíma og vera bundin við afmörkuð svæði. Þau gefa þó ástæðu til þess að hafa áhyggjur af framhaldinu því ekkert bendir til annars en að þessum tilvikum muni fjölga á næstu árum og vara í lengri tíma.

Fjöldi tilfella tvöfaldaðist á rannsóknartímabilinu

Rannsóknin byggði á gögnum frá árunum 1979 til 2017. Við greiningu á þeim komst rannsóknarhópurinn að því að tilfelli öfga í samblandi af hitastigi og raka tvöfölduðust á tímabilinu.

Greina mátti endurtekin tilfelli á Indlandi, í Bangladesh og Pakistan auk ákveðinna svæða í Ástralíu og við strendur Rauða hafsins og Gulf of California. Tilfelli þar sem sambland hita og raka var á þeim skala að geta valdið dauðsföllum hjá fólki yfir lengri tíma voru greind 14 sinnum í þremur borgum í Mið-Austurlöndum. Þessi tilfelli voru í borgunum Damman, Doha og Ras Al Khaimah. Samanlagt búa yfir 3 milljónir manna í borgunum.

Öfgafull tilfelli greindust einnig á svæðum í Suðaustur-Asíu, Suður-Kína, Afríku, Karíbahafinu og í Bandaríkjunum.

En af hverju hafa fyrri rannsóknir á þessu loftslagsfyrirbrigði ekki komist að sömu niðurstöðu? Að sögn rannsóknarhópsins má rekja það til þess að fyrri rannsóknir hafa eingöngu tekið til meðaltala yfir lengri tímabil á stærri svæðum. Þessi nýja rannsókn skoðaði hins vegar einn klukkutíma í einu fyrir 7.877 veðurstöðvar sem gerði þeim kleift að greina styttri tilvik á minni svæðum.

Votur hiti mældist margoft yfir ákjósanlegum mörkum

Jafnvægið á milli hita og raka er metið út frá svokölluðum votum hita sem er mælikvarði á það hversu auðvelt það er fyrir vatn að gufa upp. Rannsóknir hafa metið það svo að ef votur hiti nær 35 °C geti fólk ekki lifað í slíkum aðstæðum nema í afar stuttan tíma í einu. Allar mælingar yfir 30 °C eru erfiðar mannfólki og við 32 °C getur jafnvel hin heilbrigðasta manneskja ekki stundað eðlilega hreyfingu utandyra vandkvæðalaust.

Rannsóknarhópurinn greindi tvöföldun á tilfellum þar sem votur hiti fór yfir 30 °C frá árinu 1979. Um 1.000 tilfelli greindust þar sem votur hiti náði 31 °C. Fram til þessa hefur verið talið að það hafi nær aldrei átt sér stað að votur hiti á jörðinni nái 33 °C. Rannsóknarhópurinn greindi aftur á móti 80 slík tilfelli.

Gæti skapað vandamál mun fyrr en áætlað var

Það er mat rannsóknarhópsins að við séum líklega nær því en áður var talið að aukin tilfelli þar sem votur hiti fer yfir ákjósanleg mörk eigi sér stað. Þetta segir Radley Horton, einn höfunda greinarinnar. Horton hefur rannsakað fyrirbærið lengi og var meðal annars einn höfunda greinar sem birtist árið 2017 og mat það svo að tilfelli sem þessi myndu ekki skapa vandræði fyrr en mun seinna á öldinni.

Fyrir þann hluta mannfólks sem lifir við aðstæður þar sem aðgangur að loftkælingu er góður þarf ekki að vera að þetta vandamál hafi mikil áhrif. Að minnsta kosti ekki til styttri tíma litið. Aftur á móti er fjöldi fólks sem býr ekki svo vel að hafa aðgang að rafmagni, hvað þá að loftkælingu. Ekki er óalgengt að þessir einstaklingar hafi einnig lífsviðurværi sitt af því að stunda erfiðisvinnu utandyra og hafi því litla möguleika til þess að forðast hitann með góðu móti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár