Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ávarp­aði stofn­við­burð Progressi­ve In­ternati­onal, al­þjóða­sam­taka vinst­ris­inn­aðra stjórn­mála­manna og að­gerða­sinna.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“
Yanis Varoufakis, Bernie Sanders og Katrín Jakobsdóttir Katrín og VG hafa verið hluti af Progressive International frá stofnun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, varar við uppgangi þjóðernissinna og hægri öfgamanna á tímum Covid-19 faraldursins. Segir hún þá ríku munu nýta sér aðstæðurnar til að efnast frekar.

Þetta kom fram í máli hennar á stofnviðburði Progressive International, alþjóðasamtaka vinstrisinnaðra stjórnmálamanna og aðgerðasinna, á föstudag sem fram fór á netinu. Helstu hvatamenn að stofnun samtakanna eru Bernie Sanders, þingmaður og fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og Yanis Varoufakis, þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra Grikklands.

Katrín sagðist á fundinum hafa tekið þátt í mótun samtakanna frá upphafi og að mikil þörf væri á alþjóðasamstarfi vinstrisinnaðra afla. „Ekki síst vegna aukinna áhrifa hægriöfgastefnu í heiminum sem ógnar mannréttindum og lýðræðislegri framkvæmd, en einnig fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla,“ sagði hún á ensku í íslenskri þýðingu blaðamanns.

Hún sagði að draga ætti lærdóm af síðustu kreppu þegar ráðist var í mikinn niðurskurð í mörgum löndum. Sagði hún afleiðingar þess enn vera að koma í ljós í dag. „Við vitum að á tímum sem þessum er alltaf mikið um hagsmuni sem eru í húfi. Þeir ríku munu finna leið til að verða ríkari. Þeir sóa ekki góðri kreppu. Við ættum ekki heldur að sóa góðri kreppu,“ sagði hún og hvatti þar samtökin til dáða.

„[...] líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks“

Katrín sagði að aukinn þrýstingur muni verða á einkavæðingu á þessum tímum. „Ef fortíðin er vísbending þá þurfum við líka að búa okkur undir viðbrögð þjóðernissinna, því líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks sem spretta upp í niðursveiflu.“

Katrín á fundinumForsætisráðherra var fyrst til viðtals á stofnviðburði samtakanna sem fór fram á netinu vegna faraldursins.

Varoufakis tók til máls í framhaldinu og sagðist hlakka til að starfa með Katrínu, hennar fólki og ríkisstjórn hennar.

Bætti Katrín því við að lokum að faraldurinn hefði víða um heim verst áhrif á lægri stéttirnar og sýndi fram á mikilvægi sterkra velferðarkerfa. „Þegar þú talar um kreppuna 2008, Yanis, og allt sem Ísland og Grikkland gengu í gegnum, þá var mikil blessun að við gátum valið okkur leið út úr henni og farið blandaða leið,“ sagði hún. „Auðvitað var niðurskurður á Íslandi en við gátum líka hækkað skatta og gert aðra mikilvæga hluti til að endurbyggja samfélagið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár