Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ávarp­aði stofn­við­burð Progressi­ve In­ternati­onal, al­þjóða­sam­taka vinst­ris­inn­aðra stjórn­mála­manna og að­gerða­sinna.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“
Yanis Varoufakis, Bernie Sanders og Katrín Jakobsdóttir Katrín og VG hafa verið hluti af Progressive International frá stofnun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, varar við uppgangi þjóðernissinna og hægri öfgamanna á tímum Covid-19 faraldursins. Segir hún þá ríku munu nýta sér aðstæðurnar til að efnast frekar.

Þetta kom fram í máli hennar á stofnviðburði Progressive International, alþjóðasamtaka vinstrisinnaðra stjórnmálamanna og aðgerðasinna, á föstudag sem fram fór á netinu. Helstu hvatamenn að stofnun samtakanna eru Bernie Sanders, þingmaður og fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og Yanis Varoufakis, þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra Grikklands.

Katrín sagðist á fundinum hafa tekið þátt í mótun samtakanna frá upphafi og að mikil þörf væri á alþjóðasamstarfi vinstrisinnaðra afla. „Ekki síst vegna aukinna áhrifa hægriöfgastefnu í heiminum sem ógnar mannréttindum og lýðræðislegri framkvæmd, en einnig fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla,“ sagði hún á ensku í íslenskri þýðingu blaðamanns.

Hún sagði að draga ætti lærdóm af síðustu kreppu þegar ráðist var í mikinn niðurskurð í mörgum löndum. Sagði hún afleiðingar þess enn vera að koma í ljós í dag. „Við vitum að á tímum sem þessum er alltaf mikið um hagsmuni sem eru í húfi. Þeir ríku munu finna leið til að verða ríkari. Þeir sóa ekki góðri kreppu. Við ættum ekki heldur að sóa góðri kreppu,“ sagði hún og hvatti þar samtökin til dáða.

„[...] líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks“

Katrín sagði að aukinn þrýstingur muni verða á einkavæðingu á þessum tímum. „Ef fortíðin er vísbending þá þurfum við líka að búa okkur undir viðbrögð þjóðernissinna, því líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks sem spretta upp í niðursveiflu.“

Katrín á fundinumForsætisráðherra var fyrst til viðtals á stofnviðburði samtakanna sem fór fram á netinu vegna faraldursins.

Varoufakis tók til máls í framhaldinu og sagðist hlakka til að starfa með Katrínu, hennar fólki og ríkisstjórn hennar.

Bætti Katrín því við að lokum að faraldurinn hefði víða um heim verst áhrif á lægri stéttirnar og sýndi fram á mikilvægi sterkra velferðarkerfa. „Þegar þú talar um kreppuna 2008, Yanis, og allt sem Ísland og Grikkland gengu í gegnum, þá var mikil blessun að við gátum valið okkur leið út úr henni og farið blandaða leið,“ sagði hún. „Auðvitað var niðurskurður á Íslandi en við gátum líka hækkað skatta og gert aðra mikilvæga hluti til að endurbyggja samfélagið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár