Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra ávarp­aði stofn­við­burð Progressi­ve In­ternati­onal, al­þjóða­sam­taka vinst­ris­inn­aðra stjórn­mála­manna og að­gerða­sinna.

Katrín segir þá ríku verða ríkari: „Þeir sóa ekki góðri kreppu“
Yanis Varoufakis, Bernie Sanders og Katrín Jakobsdóttir Katrín og VG hafa verið hluti af Progressive International frá stofnun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, varar við uppgangi þjóðernissinna og hægri öfgamanna á tímum Covid-19 faraldursins. Segir hún þá ríku munu nýta sér aðstæðurnar til að efnast frekar.

Þetta kom fram í máli hennar á stofnviðburði Progressive International, alþjóðasamtaka vinstrisinnaðra stjórnmálamanna og aðgerðasinna, á föstudag sem fram fór á netinu. Helstu hvatamenn að stofnun samtakanna eru Bernie Sanders, þingmaður og fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og Yanis Varoufakis, þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra Grikklands.

Katrín sagðist á fundinum hafa tekið þátt í mótun samtakanna frá upphafi og að mikil þörf væri á alþjóðasamstarfi vinstrisinnaðra afla. „Ekki síst vegna aukinna áhrifa hægriöfgastefnu í heiminum sem ógnar mannréttindum og lýðræðislegri framkvæmd, en einnig fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla,“ sagði hún á ensku í íslenskri þýðingu blaðamanns.

Hún sagði að draga ætti lærdóm af síðustu kreppu þegar ráðist var í mikinn niðurskurð í mörgum löndum. Sagði hún afleiðingar þess enn vera að koma í ljós í dag. „Við vitum að á tímum sem þessum er alltaf mikið um hagsmuni sem eru í húfi. Þeir ríku munu finna leið til að verða ríkari. Þeir sóa ekki góðri kreppu. Við ættum ekki heldur að sóa góðri kreppu,“ sagði hún og hvatti þar samtökin til dáða.

„[...] líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks“

Katrín sagði að aukinn þrýstingur muni verða á einkavæðingu á þessum tímum. „Ef fortíðin er vísbending þá þurfum við líka að búa okkur undir viðbrögð þjóðernissinna, því líklega munu sum stjórnmálaöfl reyna að nýta sér áhyggjur fólks sem spretta upp í niðursveiflu.“

Katrín á fundinumForsætisráðherra var fyrst til viðtals á stofnviðburði samtakanna sem fór fram á netinu vegna faraldursins.

Varoufakis tók til máls í framhaldinu og sagðist hlakka til að starfa með Katrínu, hennar fólki og ríkisstjórn hennar.

Bætti Katrín því við að lokum að faraldurinn hefði víða um heim verst áhrif á lægri stéttirnar og sýndi fram á mikilvægi sterkra velferðarkerfa. „Þegar þú talar um kreppuna 2008, Yanis, og allt sem Ísland og Grikkland gengu í gegnum, þá var mikil blessun að við gátum valið okkur leið út úr henni og farið blandaða leið,“ sagði hún. „Auðvitað var niðurskurður á Íslandi en við gátum líka hækkað skatta og gert aðra mikilvæga hluti til að endurbyggja samfélagið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár