Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir stjórn­ar­flokk­ana ósam­mála um hvernig standa eigi að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Birg­ir Ár­manns­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, hafi bar­ist gegn þeim frá því hann sett­ist á þing.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingarinnar segir orð Birgis Ármannssonar vera á skjön við loforð forsætisráðherra. Mynd: xs.is

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að þingmenn sameinist um að breyta stjórnarskránni með þeim hætti að þjóðin geti kosið um stjórnarskrárbreytingar. Hún segir stjórnarflokkana vera ósammála um hvort eigi að breyta stjórnarskránni, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi boðað til samráðs um málið.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann sagði dæmi um það frá fyrri tíð að stjórnmálamenn reyni að ná óskyldum pólitískum markmiðum í stað þess að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Vísaði hann þar til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar bankahruns. Hann varaði við því að slíkt gæti tafið fyrir og truflað stjórnmálin á næstu vikum og mánuðum.

„Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifaði Birgir.

Hann ítrekaði efni greinarinnar í ræðustól Alþingis í dag undir liðnum störf þingsins. „Það sem á okkur brennur núna hefur ekkert með stjórnarskrána að gera,“ sagði hann. „Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi þegar við getum verið að vinna að raunverulegum úrbótum, raunverulegum framfararmálum sem skila efnahagslegum bata fyrir þjóðfélagið.“

„Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi“

Helga Vala kom í pontu í kjölfarið og benti á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði boðað formenn flokkanna á Alþingi á fund um stjórnarskrármál nú á föstudag, en slíkt samráð hafi ekki orðið í efnahagsmálum. „Á sama tíma og við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir samráði og fáum að horfa á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um það sem á að fara að gera, þá boðar hæstvirtur forsætisráðherra formenn flokka á Alþingi til samráðsfundar, einmitt um breytingar á stjórnarskránni. Og hér var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, eins af þremur turnum í ríkisstjórninni, að tala niður fundarboð forsætisráðherra um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni og þá vinnu sem þar er í gangi,“ sagði Helga Vala.

„Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós“

Hún kallaði eftir því að þingmenn sammældust um að breyta breytingaratkvæði stjórnarskrárinnar, svo að þjóðin geti kosið um breytingarnar. Sagði hún Birgi og aðra stjórnmálamenn þvælast fyrir breytingunum. „Það er pínulítið sérstakt að standa fyrir utan þetta og fylgjast með stjórnarflokkunum takast á um verkstjórnina og hvernig eigi að haga málum,“ sagði hún. „En ég auðvitað fagna því alltaf ef við náum einhverjum skrefum áfram varðandi breytingar á stjórnarskránni. Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós, enda hefur hann alls ekki leynt, heldur mjög svo ljóst barist gegn breytingum á stjórnarskránni síðan hann settist á þing.“

Hanna Katrín FriðrikssonÞingmaður Viðreisnar vill ræða kosti og galla ESB.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi einnig málið. „Á umbrotatímum sem þessum þar sem við kveðjum mögulega veröld sem var og horfum fram á breytta heimsmynd – ef nú eru ekki tímar til að uppfylla óskir þjóðarinnar um tilteknar breytingar á stjórnarskránni okkar, um jöfnun atkvæðaréttar og tímabundið auðlindaákvæði – hvenær þá?“ sagði hún á þingi. „Ef staða okkar innan Evrópu, kostir og gallar aðildar að Evrópusambandinu er ekki mikilvægt innlegg í kortlagningu á stöðu okkar og áskoranir í ljósi breyttrar heimsmyndar núna - hvenær þá? Er svar háttvirts þingmanns að það sé aldrei rétti tíminn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár