Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir stjórn­ar­flokk­ana ósam­mála um hvernig standa eigi að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Birg­ir Ár­manns­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, hafi bar­ist gegn þeim frá því hann sett­ist á þing.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingarinnar segir orð Birgis Ármannssonar vera á skjön við loforð forsætisráðherra. Mynd: xs.is

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að þingmenn sameinist um að breyta stjórnarskránni með þeim hætti að þjóðin geti kosið um stjórnarskrárbreytingar. Hún segir stjórnarflokkana vera ósammála um hvort eigi að breyta stjórnarskránni, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi boðað til samráðs um málið.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann sagði dæmi um það frá fyrri tíð að stjórnmálamenn reyni að ná óskyldum pólitískum markmiðum í stað þess að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Vísaði hann þar til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar bankahruns. Hann varaði við því að slíkt gæti tafið fyrir og truflað stjórnmálin á næstu vikum og mánuðum.

„Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifaði Birgir.

Hann ítrekaði efni greinarinnar í ræðustól Alþingis í dag undir liðnum störf þingsins. „Það sem á okkur brennur núna hefur ekkert með stjórnarskrána að gera,“ sagði hann. „Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi þegar við getum verið að vinna að raunverulegum úrbótum, raunverulegum framfararmálum sem skila efnahagslegum bata fyrir þjóðfélagið.“

„Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi“

Helga Vala kom í pontu í kjölfarið og benti á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði boðað formenn flokkanna á Alþingi á fund um stjórnarskrármál nú á föstudag, en slíkt samráð hafi ekki orðið í efnahagsmálum. „Á sama tíma og við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir samráði og fáum að horfa á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um það sem á að fara að gera, þá boðar hæstvirtur forsætisráðherra formenn flokka á Alþingi til samráðsfundar, einmitt um breytingar á stjórnarskránni. Og hér var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, eins af þremur turnum í ríkisstjórninni, að tala niður fundarboð forsætisráðherra um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni og þá vinnu sem þar er í gangi,“ sagði Helga Vala.

„Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós“

Hún kallaði eftir því að þingmenn sammældust um að breyta breytingaratkvæði stjórnarskrárinnar, svo að þjóðin geti kosið um breytingarnar. Sagði hún Birgi og aðra stjórnmálamenn þvælast fyrir breytingunum. „Það er pínulítið sérstakt að standa fyrir utan þetta og fylgjast með stjórnarflokkunum takast á um verkstjórnina og hvernig eigi að haga málum,“ sagði hún. „En ég auðvitað fagna því alltaf ef við náum einhverjum skrefum áfram varðandi breytingar á stjórnarskránni. Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós, enda hefur hann alls ekki leynt, heldur mjög svo ljóst barist gegn breytingum á stjórnarskránni síðan hann settist á þing.“

Hanna Katrín FriðrikssonÞingmaður Viðreisnar vill ræða kosti og galla ESB.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi einnig málið. „Á umbrotatímum sem þessum þar sem við kveðjum mögulega veröld sem var og horfum fram á breytta heimsmynd – ef nú eru ekki tímar til að uppfylla óskir þjóðarinnar um tilteknar breytingar á stjórnarskránni okkar, um jöfnun atkvæðaréttar og tímabundið auðlindaákvæði – hvenær þá?“ sagði hún á þingi. „Ef staða okkar innan Evrópu, kostir og gallar aðildar að Evrópusambandinu er ekki mikilvægt innlegg í kortlagningu á stöðu okkar og áskoranir í ljósi breyttrar heimsmyndar núna - hvenær þá? Er svar háttvirts þingmanns að það sé aldrei rétti tíminn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár