Konur í vændi á Íslandi hafa þolað tekjutap vegna COVID-19 faraldursins og óttast smit frá kúnnum ef þær mundu brjóta nándarreglu til að vinna áfram. Ekkert lát er þó á eftirspurninni frá kúnnum, samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum.
Víða um heim hefur staða fólks sem starfar við vændi þrengst vegna faraldursins, bæði í þeim löndum þar sem vændi er löglegt og þar sem það er ólöglegt að öllu leyti eða að hluta, eins og á Íslandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á þau vandamál sem fólk í vændi glímir við þessa dagana og hvernig tekjutap þeirra leiði bæði til fátæktar og hrakandi andlegrar heilsu. Þessi hópur sé gjarnan á jaðrinum á samfélaginu, án sterks öryggisnets, og njóti ekki góðs af þeim aðgerðum sem stjórnvöld ráðast í til að styðja við fyrirtæki eða einstaklinga.
Frá 2009 hefur löggjöf um vændi á Íslandi verið háttað samkvæmt „sænsku leiðinni“ svokölluðu. Með breytingunni urðu kaup á …
Athugasemdir