Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við EHÍ og sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis, mun kynna hugmyndafræði og verkfæri jákvæðrar sálfræði.
Streymið hefst klukkan 12:30 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:
Opinn fyrirlestur á netinu með Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur
Jákvæð sálfræði á tímum Covid-19
– styrkleikar, hamingja & hugarfar
Endurmenntun HÍ býður upp á sjötta og síðasta hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Embætti landlækni á tímum Covid-19. Í fyrirlestrinum mun Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við EHÍ og sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis kynna hugmyndafræði og verkfæri jákvæðrar sálfræði og hvernig hugarfar, styrkleikar og tilfinningahugrekki geta hjálpað okkur við að takast á við áskoranir tengdar kórónuveirunni. Einnig verður skoðað hvort við getum lært eitthvað af þessum áskorunum.
Athugasemdir