Spurningaþraut 5: Hver þetta? og fleiri spurningar

Spurningaþraut 5: Hver þetta? og fleiri spurningar

Enn er komin hér spurningaþraut (sú næsta á undan er hérna), tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af apanum.

Aukaspurningar eru svo tvær: Hver er ungi maðurinn hér að ofan og hver er apategundin á neðri myndinni?

1.   „True Detective“ heitir rómuð bandarísk glæpasería í sjónvarpi sem hóf göngu sína 2014. Íslenskur leikari lék í einum þætti fyrstu þáttaraðarinnar, en persóna leikarans varð að vísu heldur skammlíf. Hver var leikarinn?

2.   Í hvaða íþróttagrein keppti Úkraínumaðurinn Sergei Bubka og átti fjölda heimsmeta á sínum tíma?

3.  Blóð-María nefndist ein illræmd drottning úti í heimi fyrr á tíð. Hvað hét systir hennar?

4.   63 þingmenn sitja á Alþingi Íslendinga. Aðeins einn þeirra ber nafn sem byrjar á bókstafnum I. Hver er sá þingmaður?

5.   Tölvuleikjafyrirtækið CCP var stofnað og byggt upp af Íslendingum en fyrir tveim árum keypti suður-kóreskt fyrirtækið það. Hvað heitir langvinsælasti tölvuleikur CCP?

6.   Að fá sér pítu er góð skemmtun. Orðið „píta“ er komið úr grísku. Hvað þýðir það?

7.  Allir vita að Júpíter er stærsta reikistjarnan og að Satúrnus er sú næststærsta. En hver er þriðja í röðinni?

8.   Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari gaf fyrir skömmu út plötu þar sem hann túlkaði verk eftir tvö frönsk tónskáld. Annað hét Jean-Philippe Rameau, en hvað hét hitt tónskáldið, sem er öllu frægara?

9.   Hvað heitir höfuðborg Finnlands?

10.   „Hungurleikarnir“ eru vinsældar skáldsögur fyrir unga lesendur sem urðu hráefni í enn vinsælli kvikmyndaflokk. Margar persónur koma við sögu, en ung stúlka er þó fremst í flokki og í bíómyndunum var hún leikin af Jennifer Lawrence. En hvað kallast persónan?

Hér eru svörin, langþráð:

1.    Ólafur Darri Ólafsson

2.   Stangarstökki

3.   Elísabet og varð einnig drottning á Englandi, líkt og María

4.   Inga Sæland

5.   Eve Online

6.   Brauð

7.   Neptúnus

8.   Claude Debussy

9.   Helsinki

10.   Katniss Everdeen

Þá er og frá því að greina að ungi maðurinn er vitanlega Winston Churchill á sínum yngri árum en aparnir eru af tegundinni organgútan.

Næsta spurningaþraut er svo hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár