Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 4: Hvar er til dæmis Hjörsey?

Spurningaþraut 4: Hvar er til dæmis Hjörsey?

Tíu laufléttar (flestar) spurningar. Svörin eru fyrir neðan myndina af fuglinum.

Aukaspurningar eru tvær: Hver er konan hér að ofan?

Og hvaða fugl er þetta?

1.  Hvaða ár hófst fyrri heimsstyrjöldin?

2.  Hver var fyrsti utanríkisráðherra Barack Obama?

3.  Hver var Hallveig Fróðadóttir?

4.  Hvaða ofurstjarna í tónlist gaf út plötuna Lemonade fyrir fjórum árum?

5.  Hvað heitir höfuðborg Tékklands?

6.  Hver skrifaði bókina Ég heiti Ísbjörg ég er ljón?

7.  Heiti eins stærsta fyrirtækis í heimi er sama orðið og notað er alþjóðlega um kvenstríðsmenn til forna. Hvaða orð er það?

8.  Hjörsey heitir þriðja stærsta eyjan við Ísland á eftir Heimaey og Hrísey á Eyjafirði. Hjörsey er sjónarmun stærri en Grímsey, sem er í fjórða sæti. En hvar er Hjörsey?

9. Hver er eini forseti Íslands sem hefur dáið í embætti?

10. Hvaða jurt var valin „þjóðarblóm“ Íslendinga árið 2004?

Hér eru svörin:

1. 1914

2. Hillary Clinton

3. Landnámskona, eiginkona Ingólfs Arnarsonar

4. Beyonce

5. Prag

6. Vigdís Grímsdóttir

7. Amazon

8. Í Faxaflóa dugir sem rétt svar, en nákvæmara er þó að segja út af Mýrum

9. Sveinn Björnsson dó 1952

10. Holtasóley

Á stóru myndinni er Marlene Dietrich kvikmyndastjarna og söngkona.

Fuglinn er hrossagaukur.

Næsta skammt á undan af þessari spurningaþraut er svo hérna að finna.

Næsti skammtur á eftir er hins vegar hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár