Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 4: Hvar er til dæmis Hjörsey?

Spurningaþraut 4: Hvar er til dæmis Hjörsey?

Tíu laufléttar (flestar) spurningar. Svörin eru fyrir neðan myndina af fuglinum.

Aukaspurningar eru tvær: Hver er konan hér að ofan?

Og hvaða fugl er þetta?

1.  Hvaða ár hófst fyrri heimsstyrjöldin?

2.  Hver var fyrsti utanríkisráðherra Barack Obama?

3.  Hver var Hallveig Fróðadóttir?

4.  Hvaða ofurstjarna í tónlist gaf út plötuna Lemonade fyrir fjórum árum?

5.  Hvað heitir höfuðborg Tékklands?

6.  Hver skrifaði bókina Ég heiti Ísbjörg ég er ljón?

7.  Heiti eins stærsta fyrirtækis í heimi er sama orðið og notað er alþjóðlega um kvenstríðsmenn til forna. Hvaða orð er það?

8.  Hjörsey heitir þriðja stærsta eyjan við Ísland á eftir Heimaey og Hrísey á Eyjafirði. Hjörsey er sjónarmun stærri en Grímsey, sem er í fjórða sæti. En hvar er Hjörsey?

9. Hver er eini forseti Íslands sem hefur dáið í embætti?

10. Hvaða jurt var valin „þjóðarblóm“ Íslendinga árið 2004?

Hér eru svörin:

1. 1914

2. Hillary Clinton

3. Landnámskona, eiginkona Ingólfs Arnarsonar

4. Beyonce

5. Prag

6. Vigdís Grímsdóttir

7. Amazon

8. Í Faxaflóa dugir sem rétt svar, en nákvæmara er þó að segja út af Mýrum

9. Sveinn Björnsson dó 1952

10. Holtasóley

Á stóru myndinni er Marlene Dietrich kvikmyndastjarna og söngkona.

Fuglinn er hrossagaukur.

Næsta skammt á undan af þessari spurningaþraut er svo hérna að finna.

Næsti skammtur á eftir er hins vegar hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár