Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 3: Hver er þetta? og fleiri ráðgátur

Spurningaþraut 3: Hver er þetta? og fleiri ráðgátur

Þetta er þriðja spurningaþrautin sem ég bý til í morgunsárið að gamni mínu, hinar tvær fyrri eru hér og svo hér. Og svo eru nýjar spurningar hérna.

Spurningarnar eru alltaf tíu og svörin er að finna undir myndinni af skipinu hér að neðan.

Aukaspurningar eru tvær: Hver er konan á myndinni hér að ofan, og hvaða skip er það sem siglir svo glatt?

1.  Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?

2.  Hver er listgrein Kristbjargar Kjeld?

3.  Hver skrifaði bókina Gunnlaðar saga?

4.  Tónlistarmaðurinn Nayvadius DeMun Wilburn kallar sig Future; hver er hans tónlist?

5.  Margrét 2. Danadrottning hélt nýlega upp á stórafmæli sitt. Hún er, eins og allir vita, kunnust fyrir umfangsmiklar reykingar sínar. En fyrir hvað var Margrét 1. drottning þekktust, en hún var uppi um 1400?

6.  Þjóðleikhúsið hélt nýlega upp á 70 ára afmæli sitt. Hver teiknaði það hús?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bogotá?

8.  Tveir íslenskir forsætisráðherrar hafa borið nafnið Bjarni Benediktsson. Hver er skyldleiki þeirra?

9.  Hvaða kommúnistaleiðtogi var hrakinn frá Sovétríkjunum árið 1929?

10.  Hvað þýðir orðið krínólína nákvæmlega?

1.  George Washington

2.  Hún er leikkona

3.  Svava Jakobsdóttir

4.  Rapp

5.  Fyrir að koma á fót Kalmarsambandi, sameiginlegu ríki Norðurlandanna

6.  Guðjón Samúelsson

7.  Kólumbíu

8.  Bjarni eldri var afabróðir Bjarna yngra

9.  Trotskí

10.  Grind eða annar útbúnaður til að þenja út pils kvenna, sem var í tísku á 19. öld og örlítið fram á þá 20. 

Svar við aukaspurningum: Á efstu myndinni er Marie Salomea Skłodowska, pólsk vísindakona sem fluttist til Frakklands og fékk þá eftirnafnið Curie með eiginmanni sínum. Skipið er Titanic.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár