Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningakeppni 2: Hvað veistu?

Tíu nýj­ar spurn­ing­ar um allt milli him­ins og jarð­ar

Spurningakeppni 2: Hvað veistu?

Hér eru tíu spurningar um hvaðeina milli himins og jarðar. Svörin eru að finna fyrir neðan myndina af konunni. Aukaspurningin hljóðar raunar svo: Hver er hún?

1.  Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti staður á Íslandi. En hvaða staður er hæstur utan Öræfajökuls?

2.  Sú bíómynd, sem rakað hefur saman mestu fé, var frumsýnd í fyrra. Henni leikstýrðu tveir bandarískir bræður. Hvað heitir þessi mynd?

3.  Hvað heitir höfuðborgin í Portúgal?

4.  Þegar fyrst var farið að rækta banana voru þeir nokkuð ólíkir bönunum nútímans, sem hafa verið mjög „kynbættir“. Þetta gerðist á einni af stærstu eyjum heimsins, hún er nærri átta sinnum stærri en Ísland. Hvað heitir hún?

5.  Fyrir fáeinum komst í fréttir kornung stúlka frá Pakistan sem barðist fyrir réttindum stúlkna til menntunar og hafði orðið fyrir árás í heimalandi sínu vegna þess. Hún fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína. Hvað heitir hún? - fornafnið dugar.

6. Hvað heitir eldri sonur Margrétar 2. Danadrottningar, krónprinsinn í Danmörku?

7.  Ronja ræningjadóttir er ein vinsælasta persóna Astrid Lindgren. Hvað heitir ræninginn faðir hennar?

8.  Hvað nefnist þjóðartrú Japana?

9.  Hvaða embætti á Íslandi á sér lengsta órofna sögu, eða síðan 1760?

10. George R. R. Martin er höfundur bókanna sem sjónvarpsþættirnir Krúnuleikarnir (Game of Thrones) voru gerðir eftir. Hvað þýða R-in tvö í nafni hans?

Svörin eru:

1. Bárðarbunga

2. Avengers: Endgame

3. Lissabon

4. Nýja Gínea

5.  Malala (og Yousafzai að eftirnafni)

6.  Friðrik

7.  Matthías

8.  Sjintó

9.  Embætti landlæknis

10.  Raymond Richard

Og svarið við aukaspurningunni: Hver er á myndinni? er Billie Eilish söngkona

Spurningakeppni frá því í gær er svo hérna.

Sú næsta er hins vegar hvorki meira né minna en hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár