Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar

„Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær frétt­ir að barn­ið þitt hafi lent í slysi sem þessu,“ seg­ir Krist­ín Dýr­fjörð. Slys, sem varð í janú­ar, þeg­ar ung­ir pilt­ar óku út af Ós­eyr­ar­bryggju í Hafnar­firði og nokk­urn tíma tók að ná tveim­ur þeirra upp úr köld­um sjón­um, vakti þess­ar minn­ing­ar hjá Krist­ínu.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar
Kristín Dýrfjörð Ég rann til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000, skrifaði Kristín í facebook-færslu. Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti upp minningar hjá Kristínu, sem missti son sinn, Sturla Þór Friðriksson, í flugslysi í Skerjafirðið árið 2000. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hlustaði á fréttir á RÚV, um kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn, ég gladdist innilega og ég táraðist, en ég rann líka til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000.“ Svona hefst færsla Kristínar Dýrfjörð, dósents við Háskólann á Akureyri, sem hún skrifaði á Facebook fyrr í vikunni. Sturla Þór Friðriksson, 17 ára gamall sonur hennar og Friðriks Þórs Guðmundssonar, lést að kvöldi nýársdags árið 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði í ágúst árið áður. 

Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti þessar minningar hjá Kristínu, en Sturla var í sjónum í Skerjafirði í að minnsta kosti hálftíma áður en honum var bjargað. Hún segist hafa hugsað mikið til piltanna og aðstandenda þeirra síðan slysið varð. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“

Fréttir bárust síðan af því núna í vikunni að allir væru þeir komnir heim af spítala. Móðir eins þeirra sagði að þetta væri kraftaverk og læknir, sem hafði umsjón með meðferð þeirra á Landspítala, sagði málið einstakt á allan hátt. Drengirnir hefðu verið í tvær klukkustundir í hjartastoppi og væru einu Íslendingarnir sem hefðu lifað slíkt af.

Getur ímyndað sér líðan foreldranna

„Ég var stödd í Finnlandi þegar ég las fréttir af slysinu í Hafnarfjarðarhöfn,“ segir Kristín. „Ég skoðaði netmiðlana á nokkurra mínútna fresti til að athuga hvort eitthvað nýtt væri komið fram.

Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér. Ég veit ekki fyrir víst hvernig foreldrum þeirra leið þegar þau fengu fréttirnar af slysinu, en ég get sannarlega ímyndað mér það.“

Sturla Þór FriðrikssonHann lést að kvöldi nýársdags 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði 7. ágúst 2000.

Sturla var að koma heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með lítilli Cessna-vél að kvöldi 7. ágúst um verslunarmannahelgina árið 2000. Vélin var við það að lenda á Reykjavíkurflugvelli þegar flugmaður hennar fékk þau skilaboð frá flugumsjón að hann yrði að hætta við lendingu þar sem önnur flugvél var fyrir á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði flugið, ætlaði að taka hring og lenda síðan, en skömmu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að líklega hefði orsök slyssins verið sú að eldsneyti vélarinnar hafi verið á þrotum. Þrír létust í slysinu, þrennt til viðbótar slösuðust mikið og létust þau öll innan árs frá slysinu.

Það gerðist, sem gerðist

„Ég hef ekki hugmynd um hvað Sturla var lengi ofan í sjónum, minnst hálftíma er mér sagt, ég hef séð myndband af björguninni og sá að björgunarmenn virtust vera að sækja lík, svo komu þeir í fjöruna og þaðan upp á spítala. Ég hef aldrei séð sjúkraskýrslurnar hans Sturlu, ég veit ekki hvað þeir voru lengi að koma í hann lífi.

„Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar. Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

Hann var mikið skaddaður innvortis og þurfti tugi eininga af blóði. Ég man eftir lækninum sem kom inn um nóttina og sagði við mig og okkur að ég skyldi ekki búast við neinu, drengurinn okkar væri örugglega heiladauður. Ég reiddist og sagðist ætla að trúa því þegar það kæmi í ljós. Við fengum að fara aðeins inn til hans, áður en þeir svæfðu hann. Hann ýtti öxlinni til, eins og hann gerði sem lítill drengur í svefni. Ég hélt í þessa hreyfingu, næstu vikur og mánuði hélt ég í þessa hreyfingu. Svo tók við hræðilegur tími vöknunar, markaður ofsjónum. Okkur var sagt að þó svo að Sturla lifði, gætum við átt von á að minnið væri farið, að hann gæti ekki lesið eða skrifað, að við ættum að búa okkur undir það versta. Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar.  Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

„Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala“

Fyrir það þökkum við á hverjum degi

Þar skrifar hún að minni Sturlu hafi verið algerlega í lagi, hann hafi getað lesið, kunnað ensku og húmorinn hafi ekki verið langt undan. „En líkaminn var brotinn, mænan í sundur, kviðurinn opinn og náðist aldrei að loka honum. Hann komst í hjólastól, hann var á leið upp á Grensás, en það tókst aldrei að loka honum, að lokum náðu sýkingar tökum á honum, hann var svæfður aftur um miðjan desember og lést á nýárskvöld. En tíminn sem við fengum með honum var okkar kraftaverk, að fá hann til baka og eiga tíma með honum var okkur dýrmætt og fyrir það þökkum við á hverjum degi.“

Kristín Dýrfjörð„Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér.“

Kristín segir að það hafi glatt hana mikið að fá jákvæðar fréttir af drengjunum sem lentu í slysinu í Hafnarfirði. „Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra sannarlega velfarnaðar, ég veit að fram undan er mikil vinna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár