Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar

„Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær frétt­ir að barn­ið þitt hafi lent í slysi sem þessu,“ seg­ir Krist­ín Dýr­fjörð. Slys, sem varð í janú­ar, þeg­ar ung­ir pilt­ar óku út af Ós­eyr­ar­bryggju í Hafnar­firði og nokk­urn tíma tók að ná tveim­ur þeirra upp úr köld­um sjón­um, vakti þess­ar minn­ing­ar hjá Krist­ínu.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar
Kristín Dýrfjörð Ég rann til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000, skrifaði Kristín í facebook-færslu. Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti upp minningar hjá Kristínu, sem missti son sinn, Sturla Þór Friðriksson, í flugslysi í Skerjafirðið árið 2000. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hlustaði á fréttir á RÚV, um kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn, ég gladdist innilega og ég táraðist, en ég rann líka til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000.“ Svona hefst færsla Kristínar Dýrfjörð, dósents við Háskólann á Akureyri, sem hún skrifaði á Facebook fyrr í vikunni. Sturla Þór Friðriksson, 17 ára gamall sonur hennar og Friðriks Þórs Guðmundssonar, lést að kvöldi nýársdags árið 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði í ágúst árið áður. 

Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti þessar minningar hjá Kristínu, en Sturla var í sjónum í Skerjafirði í að minnsta kosti hálftíma áður en honum var bjargað. Hún segist hafa hugsað mikið til piltanna og aðstandenda þeirra síðan slysið varð. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“

Fréttir bárust síðan af því núna í vikunni að allir væru þeir komnir heim af spítala. Móðir eins þeirra sagði að þetta væri kraftaverk og læknir, sem hafði umsjón með meðferð þeirra á Landspítala, sagði málið einstakt á allan hátt. Drengirnir hefðu verið í tvær klukkustundir í hjartastoppi og væru einu Íslendingarnir sem hefðu lifað slíkt af.

Getur ímyndað sér líðan foreldranna

„Ég var stödd í Finnlandi þegar ég las fréttir af slysinu í Hafnarfjarðarhöfn,“ segir Kristín. „Ég skoðaði netmiðlana á nokkurra mínútna fresti til að athuga hvort eitthvað nýtt væri komið fram.

Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér. Ég veit ekki fyrir víst hvernig foreldrum þeirra leið þegar þau fengu fréttirnar af slysinu, en ég get sannarlega ímyndað mér það.“

Sturla Þór FriðrikssonHann lést að kvöldi nýársdags 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði 7. ágúst 2000.

Sturla var að koma heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með lítilli Cessna-vél að kvöldi 7. ágúst um verslunarmannahelgina árið 2000. Vélin var við það að lenda á Reykjavíkurflugvelli þegar flugmaður hennar fékk þau skilaboð frá flugumsjón að hann yrði að hætta við lendingu þar sem önnur flugvél var fyrir á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði flugið, ætlaði að taka hring og lenda síðan, en skömmu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að líklega hefði orsök slyssins verið sú að eldsneyti vélarinnar hafi verið á þrotum. Þrír létust í slysinu, þrennt til viðbótar slösuðust mikið og létust þau öll innan árs frá slysinu.

Það gerðist, sem gerðist

„Ég hef ekki hugmynd um hvað Sturla var lengi ofan í sjónum, minnst hálftíma er mér sagt, ég hef séð myndband af björguninni og sá að björgunarmenn virtust vera að sækja lík, svo komu þeir í fjöruna og þaðan upp á spítala. Ég hef aldrei séð sjúkraskýrslurnar hans Sturlu, ég veit ekki hvað þeir voru lengi að koma í hann lífi.

„Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar. Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

Hann var mikið skaddaður innvortis og þurfti tugi eininga af blóði. Ég man eftir lækninum sem kom inn um nóttina og sagði við mig og okkur að ég skyldi ekki búast við neinu, drengurinn okkar væri örugglega heiladauður. Ég reiddist og sagðist ætla að trúa því þegar það kæmi í ljós. Við fengum að fara aðeins inn til hans, áður en þeir svæfðu hann. Hann ýtti öxlinni til, eins og hann gerði sem lítill drengur í svefni. Ég hélt í þessa hreyfingu, næstu vikur og mánuði hélt ég í þessa hreyfingu. Svo tók við hræðilegur tími vöknunar, markaður ofsjónum. Okkur var sagt að þó svo að Sturla lifði, gætum við átt von á að minnið væri farið, að hann gæti ekki lesið eða skrifað, að við ættum að búa okkur undir það versta. Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar.  Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

„Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala“

Fyrir það þökkum við á hverjum degi

Þar skrifar hún að minni Sturlu hafi verið algerlega í lagi, hann hafi getað lesið, kunnað ensku og húmorinn hafi ekki verið langt undan. „En líkaminn var brotinn, mænan í sundur, kviðurinn opinn og náðist aldrei að loka honum. Hann komst í hjólastól, hann var á leið upp á Grensás, en það tókst aldrei að loka honum, að lokum náðu sýkingar tökum á honum, hann var svæfður aftur um miðjan desember og lést á nýárskvöld. En tíminn sem við fengum með honum var okkar kraftaverk, að fá hann til baka og eiga tíma með honum var okkur dýrmætt og fyrir það þökkum við á hverjum degi.“

Kristín Dýrfjörð„Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér.“

Kristín segir að það hafi glatt hana mikið að fá jákvæðar fréttir af drengjunum sem lentu í slysinu í Hafnarfirði. „Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra sannarlega velfarnaðar, ég veit að fram undan er mikil vinna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár