Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aukin togstreita á milli almennings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.

Aukin togstreita á milli almennings og elítu
Heimagerð vörn Íbúi í Manila, höfuðborg Filippseyja, gengur um með vatnsbrúsa sem hann hefur aðlagað að sjálfum sér til að nota í varnarskyni gegn kórónaveirunni. Mynd: AFP

Aldrei hefur verið auðveldara að ferðast um heiminn; frjálst flæði fólks, upplýsinga, fjármagns og vöruflutninga er rót hins alþjóðlega hagkerfis sem við búum við í dag. Að sama skapi má ætla að veirur á borð við kórónaveiruna hafi aldrei átt auðveldara með að húkka sér far á milli staða og breiðist því hraðar um heiminn en við höfum þekkt til þessa.

Svartidauði, stóra bóla, spænska veikin og aðrar farsóttir áttu þó ekki í neinum vandræðum með að dreifa sér á öldum áður, þegar hestar og seglskip voru fljótlegasti ferðamátinn. Það er því erfitt að færa rök fyrir því að gerlegt sé að loka landamærum fyrir slíkum óveirum með því að hverfa aftur til fortíðar.

Sterkari rök gegn alþjóðavæðingu á þessum erfiðu tímum eru að benda á hættur þess að mörg ríki séu háð fáum þegar kemur að framleiðslu og vöruflutningum. Komið hefur á daginn að skortur er á framleiðslugetu í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár