Aldrei hefur verið auðveldara að ferðast um heiminn; frjálst flæði fólks, upplýsinga, fjármagns og vöruflutninga er rót hins alþjóðlega hagkerfis sem við búum við í dag. Að sama skapi má ætla að veirur á borð við kórónaveiruna hafi aldrei átt auðveldara með að húkka sér far á milli staða og breiðist því hraðar um heiminn en við höfum þekkt til þessa.
Svartidauði, stóra bóla, spænska veikin og aðrar farsóttir áttu þó ekki í neinum vandræðum með að dreifa sér á öldum áður, þegar hestar og seglskip voru fljótlegasti ferðamátinn. Það er því erfitt að færa rök fyrir því að gerlegt sé að loka landamærum fyrir slíkum óveirum með því að hverfa aftur til fortíðar.
Sterkari rök gegn alþjóðavæðingu á þessum erfiðu tímum eru að benda á hættur þess að mörg ríki séu háð fáum þegar kemur að framleiðslu og vöruflutningum. Komið hefur á daginn að skortur er á framleiðslugetu í …
Athugasemdir