Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vorið er handan við hornið, segir veðurfræðingur

Ei­rík­ur Örn Jó­hann­es­son veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands seg­ir enga ástæðu til að ör­vænta þó að snjó­að hafi víða um land í morg­un; vor­ið sé rétt hand­an við horn­ið. Hann seg­ir að bú­ast megi við að frem­ur kalt verði í veðri um land allt fram á laug­ar­dag, en það taki að hlýna eft­ir það.

Vorið er handan við hornið, segir veðurfræðingur
Brimbrettafólk Feðgar fylgjast með brimbrettaköppum við Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Býsna jólalegt er um að litast víða á landinu nú þegar vika er liðin af apríl og páskar í nánd og talsvert hefur snjóað það sem af er degi. Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir enga ástæðu til að örvænta um að betri tíðar sé ekki að vænta; vorið sé rétt handan við hornið.

„Að það sé kuldi og snjór í apríl er ekkert óalgengt. Páskahretin eru vel þekkt. En sólin er farin að hita og kuldatímabilin farin að styttast. Við förum að finna fyrir dægursveiflu, einkum sunnanlands,“ segir Eiríkur.

„Páskaveðrið lítur þokkalega út. Síðan mun hlýna enn meira í næstu viku“

Hann segir að búast megi við að fremur kalt verði í veðri um land allt fram á laugardag. „Við búumst við að það fari að hlýna aftur eftir það. Það er útlit fyrir að það muni gerast á öllu landinu, fyrst sunnanlands, og við fáum vonandi að fá að sjá vorið handan við hornið. Líklega hlýnar með einhverri úrkomu, en páskaveðrið lítur engu að síður þokkalega út. Síðan mun hlýna enn meira í næstu viku.“

Fjölskylda við BakkatjörnGóðviðri var á Seltjarnarnesi í kvöld.
BrimbrettamennTveir reyndu að stunda brimbretti við Gróttu.
GróttuvitiFólk naut þess að láta kvöldsólargeislana leika um sig nærri Gróttuvita.

Mars var kaldur og vindasamur

Á vef Veðurstofu Ísland er yfirlit um tíðarfar í nýliðnum marsmánuði. Þar segir að mars hafi verið kaldur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu. Vindhraði hafi aftur á móti verið vel yfir meðallagi, illviðri tíð og töluverðar truflanir á samgöngum. Afar snjóþungt hafi verið, einkum á Vestfjörðum og um landið norðan- og austanvert og á Akureyri hafi verið alhvítt alla daga nema síðasta dag mánaðarins, þá hafi verið „flekkótt“. Alhvítir dagar í Reykjavík hafi verið 16, sem var fjórum dögum fleiri en að meðaltali.

Spurður hvernig veðrið, það sem af apríl, hafi verið samanborið við aprílmánuði undanfarinna ára segir Eiríkur að það hafi verið heldur hefðbundið. „Það hafa verið bæði hlýir og kaldir dagar það sem af er apríl, eins og gjarnan er og þessi vika segir lítið til um hvernig veðrið verði það sem eftir lifir mánaðar. “

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár