Aldrei áður, í það minnsta ekki á friðartímum, hefur daglegu lífi fólks um heim allan verið raskað með jafn afdrifaríkum hætti og nú hefur verið gert, til að varna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í nú, með lokun landamæra, ferðabanni, hömlum á fundafrelsi og samkomum og með öðrum takmörkunum á borgararéttindum eru án fordæma.
En afleiðingarnar af umræddum aðgerðum geta hins vegar gefið fordæmi fyrir því hvernig þjóðir heims geta tekist á við stórpólitísk málefni, eins og loftslagsbreytingar til að mynda.
„Ef við setjum reglur, ef við búum til hvata, ef við fjárfestum, þá getum við haft mikil áhrif á það hvernig fólk hagar sér. Dæmin sanna það, við sjáum það núna á því sem gerst hefur núna meðan að þessi faraldur geisar, flugvélar fljúga ekki, fólk ferðast ekki. Ef pólitískur vilji er fyrir hendi getum við gert mjög mikið, til að mynda til að berjast gegn …
Athugasemdir