Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir

Sjálf­stæð­is­menn vilja að Reykja­vík­ur­borg skori á Al­þingi að af­nema ein­ok­un rík­is­ins á sölu áfeng­is.

Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir
Eyþór Arnalds Sjálfstæðismenn í borginni vilja skora á Alþingi að leyfa frjálsa sölu áfengis. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur veitt jákvæða umsögn um tillögu Sjálfstæðismanna þar sem skorað er á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu þar sem það muni efla nærþjónustu í hverfum. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í meirihlutanum taka einnig undir það sjónarmið.

Sjálfstæðismenn lögðu fram tillöguna á fundi borgarstjórnar í júní, en umsögn um hana birtist ekki fyrr en nú. „Borgarstjórn skorar á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu, ekki síst vegna þess að aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi mun styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur,“ segir í tillögunni. „Styður slík þróun við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum mun gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.“

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs barst í nóvember og var málið tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs í gær. Í umsögninni kemur fram að skýr markmið séu í Aðalskipulagi Reykjavíkur um að efla verslun og þjónustu innan íbúðarhverfanna, að sem flestir geti nýtt sér verslun og þjónustu innan síns hverfis og og almennt verði dregið úr vegalengdum hvort sem verið er að sækja vinnu eða þjónustu.

„Vín og annað áfengi er neysluvarningur og innkaup á því er hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa,“ segir í umsögninni. „Bætt aðgengi að þessum neysluvarningi, óháð öðrum sjónarmiðum, í formi fjölgunar staða sem hægt er að gera innkaup á áfengi, samræmist því almennt þeim markmiðum sem gerð er grein fyrir hér að ofan.“

„Vín og annað áfengi er neysluvarningur og innkaup á því er hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa“

Stefnunni fylgir að rekstareiningar verði minni og horfið frá „stórmarkaðshugsuninni“. Þannig geti borgaryfirvöld haft áhrif á framboð og dreifingu verslunar. „Það sama hefur ekki átt við um staðsetningu og dreifingu vínbúða í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, sem ofast nær hafa verið staðsettar í litlu samráði sveitarstjórnir,“ segir í umsögninni. „Það er því brýnt að tryggja aukna aðkoma sveitarfélaga að staðsetningu og fyrirkomulagi verslunar með áfengi, hvort sem verslunin er áfram á hendi ríkisins eða einkaaðila, bæði til að tryggja framgang ofangreindra skipulagslegra markmið og gæta að lýðheilsusjónarmiðum.“

Sviðið tekur þó ekki afgerandi afstöðu til afnáms einokunar ríkisins. „Minni rekstrareiningar vínbúða og þar með fleiri, sem markvisst væru staðsettar í fjölbreyttum þjónustu- og atvinnukjörnum, þar sem vel er stutt við vistvæna ferðamáta, rímar vel við ofan greind markmið um sjálfbæra borgarþróun. Ekki er tekin afstaða til þess hér, hvort afnám einkaleyfis ríkisins á sölu áfengis, gæti eitt og sér greitt fyrir slíkri þróun, en það er vert að skoða núverandi löggjöf sérstakalega með tilliti til aukinnar aðkomu sveitarfélaga að staðsetningu vínbúða innan síns þéttbýlis.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði taka undir það að efni tillögunnar samrýmist áherslum aðalskipulags. „Mikilvægt er að allar ákvarðanir sem teknar eru á öllum stjórnsýslustigum styðji við bíllausan lífstíl og þróun byggðar í átt að sjálfbærni. Þar er þétting byggðar og nærþjónusta lykilatriði og því skiptir máli að ríki og sveitarfélög séu samstíga um að íbúar þessa lands hafi verslun og þjónustu í sínu nærumhverfi,“ segir í bókun þeirra á fundinum.

Þá fagna Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, umsögninni. „Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi myndi styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur,“ segir í bókun þeirra. „Slík þróun myndi jafnframt styðja við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum myndi gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár