Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum

Stjórn­ar­and­stað­an legg­ur til að 9 millj­arð­ar fari í ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki sem við­brögð við COVID-19 far­aldr­in­um.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum
Björn Leví Gunnarsson Píratar segja tilefni til að breyta kerfinu á tímum áfalla. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Kerfin eiga að geta brugðist við ófyrirséðum atburðum, sér í lagi óvæntum atburðum sem þó gerast reglulega eins og óveður og smitsjúkdómar. Það á að hanna þau á þann hátt að þau þoli álagið og geti brugðist við. Þess vegna er sérstakt tækifæri til þess að breyta og bæta þegar áföll gerast.“ Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, við fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu á Alþingi.

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa saman lagt fram tillögur um efnahagsaðgerðir til viðbótar við þær sem ríkisstjórnin hefur þegar lagt fram og kynnt. Samtals hljóða tillögur Miðflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins upp á 30 milljarða króna á þessu ári. „Flokkarnir eru sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt hvað varðar aukna opinbera fjárfestingu, stuðning við nýsköpun og nauðsynlega styrkingu velferðarkerfisins vegna Kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá flokkunum. „Aðrir hagsmunaaðilar hafa sömuleiðis bent á nauðsynina að meira sé gert. Flokkarnir árétta að þeir munu, eftir sem áður, styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar er miða í rétta átt en telja brýnt að nú sé meira að gert.

Flokkarnir leggja til að 9 milljörðum til viðbótar verði beint inn í tækni, sprota- og skapandi verkefni, viðbótarfjárfestingar í vegakerfinu verði upp á 9 milljarða króna, tæpum 5 milljörðum verði varið í fjárfestingar í hjúkrunarheimilum og öðrum fasteignum hins opinbera, og rúmum 7 milljörðum króna verði varið til velferðarmála. Segja flokkarnir það vonbrigði að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða með ríkisstjórnarflokkunum um efnahagsaðgerðir.

Líkir stöðunni við ónýtan sprengihreyfil

Í minnihlutaálitinu segir Björn Leví verkefnin sem njóta stuðnings í átakinu vera þörf. „Lengi hefur verið kallað eftir flughlaði á Akureyri, akbraut á Egilsstaðaflugvelli, breikkun brúa, framkvæmdum við tengivegi, göngustígum á friðlöndum sem hafa verið undir síauknu álagi undanfarinn áratug, ofanflóðavörnum og stafrænu Íslandi. Hingað til hafa þessi mikilvægu verkefni síendurtekið endað neðarlega á forgangsröðunarlista. Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr. Hver veit hversu mörg ár í viðbót hefðu liðið þangað til mörg þessara verkefna hefðu komist á koppinn ef allt hefði gengið sinn vanagang?“

„Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr“

Hann segir kerfið þjóna „ímynduðum stöðugleika“, en búa ekki í haginn fyrir tíma ójafnvægis eins og nú séu gengnir í garð. „Í stað orkuskipta yfir í sjálfbærni eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar að senda ónýtan sprengihreyfilinn á verkstæði og vonast til þess að hann skrölti áfram í nokkur ár í viðbót,“ skrifar Björn Leví. „Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar er ætlað að „steypa“ okkur út úr aðsteðjandi vanda og þó það sé gott að fá breiðari brýr og göngustíga inn á þjóðlendur þá er steypa mjög tímabundin lausn til þess að mæta því atvinnuleysi sem nú er spáð. Meiri steypa og malbik reddar byggingariðnaðinum til skamms tíma en það áfall sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum á eftir að valda atvinnuleysi víðar en bara í byggingariðnaðinum. Það þarf að huga betur að orkuskiptum, bæði eiginlegum og hagfræðilegum. Viðbrögð við yfirvofandi vanda verða að byggjast á góðum grunni til framtíðar í stað þess að senda vélina bara í viðgerð. Það þarf bæði að gera við og að uppfæra.“

Stjórnarandstaðan leggur því til að 9,1 milljarður verði lagður í nýsköpun og sprotafyrirtæki. „Hækka verður þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar (1,5 milljarðar kr.) en það mun flytja fjölmörg verkefni til landsins. Settur verði 1 milljarður kr. í Tækniþróunarsjóð en það myndi næstum tvöfalda þennan lykilsjóð. Annar milljarður fari í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Þá renni hálfur milljarður króna til menningar, íþrótta og lista þar sem verulegt tekjutap hefur orðið vegna faraldursins. Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fái 100 millj. kr. og Loftslagssjóður, þar með talið skógrækt, fá hálfan milljarð króna. Þá fái framlög til rannsókna og nýsköpunar í landbúnað (svo sem grænmetisrækt) hálfan milljarð króna. Jafnframt leggur stjórnarandstaðan til tímabundna niðurfellingu eða lækkun tryggingagjalds upp á 4 milljarða kr. fyrir fyrirtæki með sjö eða færri starfsmenn.“

9 milljarðar færu í vegaframkvæmdir og viðhald. „Lagt er til að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir sem hægt er að ráðast í á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Verður Vegagerðinni falið að meta hvaða verkefni (5 makr) gætu bæst við en þar má nefna t.d. flýtingu á framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg sé þess kostur. Þá er lagt til að 3 makr verði ráðist í viðhald og tengivegi vegakerfisins þar sem Vegagerðinni verði falið að meta brýnustu verkefnin í hverjum landshluta. Milljarði kr. verður varið í flýtingu framkvæmda vegna skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu og í göngu- og hjólastíga.“

200 þúsund króna eingreiðsla til COVID heilbrigðisstarfsfólks

Þá er lagt til að 4,6 milljarðar fari í fasteignir og aðrar fjárfestingar. „Ráðist verður í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðvesturhorni landsins fyrir 2 milljarða kr. Einnig verða opnuð ný rými sem nú þegar eru til en vantar rekstrarfjármagn upp á 1 milljarð kr. Þetta mun leysa bráðavanda, fjölga störfum og létta álagi af sjúkrastofnunum landsins. Ráðist verði í önnur minni verkefni sem eru startholunum og má þar nefna stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga t.d. sem varðar fráveitumál (300 mkr), 300 mkr. í sóknaráætlun landshluta, framkvæmdir við flughlað á Akureyri og á Egilsstaðaflugvelli (300 mkr), 100 mkr í flugstöðina á Akureyri, 200 mkr. í Tækniskólann, endurgerð sögulegra innréttinga Bessastaðakirkju (100 mkr), viðhaldsverkefni við Hóla í Hjaltadal (100 mkr.), framkvæmdir við íþróttahús VMA (100 mkr), og Húsasafn Þjóðminjasafnsins (100 mkr.).“

Loks leggja flokkarnir til 7,3 milljarða króna framlag til velferðarmála. „Vegna ótrúlegs álags er lagt til að greidd verði sérstök 200.000 kr. eingreiðsla til þess starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid smitaðra sjúklinga. Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga. Stjórnarandstaðan leggur til að eldri borgarar fái sambærilega eingreiðslu og öryrkjar fá, upp á 20.000 kr. Framlög viðfyrirsjáanlegan kostnað heilbrigðiskerfis vegna faraldursins verða aukin um milljarð kr og 200 mkr. verða lagðar til að fjölgun NPA samninga. Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
10
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár