Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fastur í sóttkví á tíu ára afmælisdaginn og fékk óvænta kveðju frá Daða Frey

„Ég mun alltaf muna eft­ir þess­um af­mæl­is­degi,“ seg­ir Elm­ar Ey­þórs­son, tíu ára nem­andi við Mela­skóla sem gat ekki hald­ið upp á af­mæl­ið sitt um helg­ina því hann er í sótt­kví með móð­ur sinni, en fékk óvænt sím­tal frá átrún­að­ar­goð­inu, Daða Frey.

Elmar Eyþórsson nemandi í Melaskóla er mikið afmælisbarn og fagnaði tíu ára afmæli um helgina. Afmælisveislan var þó ekkert í líkingu við það sem hann hafði séð fyrir, þegar hann varði þremur vikum í að æfa söng- og dansatriði fyrir gestina. Þar sem Elmar situr fastur í sóttkví með móður sinni gat hann nefnilega ekki boðið neinum gestum, hvorki vinum né vandamönnum. Hann gat ekki einu sinni knúsað pabba sinn. Það kom því ánægjulega á óvart þegar Elmar fékk óvænta afmæliskveðju frá átrúnaðargoðinu, Daða Frey. 

Með mömmu sinni í sóttkví

Elmar og móðir hans, Telma Eir Aðalsteinsdóttir, deila sama afmælisdegi og hafa alltaf boðið til veislu í tilefni til dagsins. Eftir námsferð til Spánar var útséð með að Telma gæti tekið þátt í veisluhöldunum, þar sem hún þurfti að fara beinustu leið í sóttkví við heimkomuna.

Elmar fékk boð um að vera með henni í sóttkví eða vera frjáls ferða sinna með föður sínum og halda upp á afmælið sitt með honum. Honum fannst það ekki koma til greina að vera aðskilinn móður sinni allan þennan tíma og hvað þá á þeirra sameiginlega afmæli. Það varð því ekkert úr veislunni, hún verður í það minnsta að bíða betri tíma. 

„Ég hringdi í hann þegar ég var úti og spurði hann hvernig hann vildi hafa þetta, því ég væri að fara í sóttkví. Við ættum afmæli á þeim tíma og hann gæti haldið upp á það með pabba sínum. Svarið var einfalt: Við verðum að vera saman á afmælisdeginum okkar. Ég verð með þér. Hann er auðvitað bara tíu ára, en við reyndum samt að tryggja að hann væri meðvitaður um að það væru fleiri valkostir í stöðunni,“ segir Telma.

Í gegnum tíðina hefur Elmar alltaf verið að gæta þess að hún njóti þess líka að eiga afmæli sama dag og hann, og nú þegar þau voru saman í sóttkví þá sagðist hann ætla að gefa henni heilan helling af knúsum og hamingju, fyrst hann kæmist ekki út til þess að kaupa handa henni gjöf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár