Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fastur í sóttkví á tíu ára afmælisdaginn og fékk óvænta kveðju frá Daða Frey

„Ég mun alltaf muna eft­ir þess­um af­mæl­is­degi,“ seg­ir Elm­ar Ey­þórs­son, tíu ára nem­andi við Mela­skóla sem gat ekki hald­ið upp á af­mæl­ið sitt um helg­ina því hann er í sótt­kví með móð­ur sinni, en fékk óvænt sím­tal frá átrún­að­ar­goð­inu, Daða Frey.

Elmar Eyþórsson nemandi í Melaskóla er mikið afmælisbarn og fagnaði tíu ára afmæli um helgina. Afmælisveislan var þó ekkert í líkingu við það sem hann hafði séð fyrir, þegar hann varði þremur vikum í að æfa söng- og dansatriði fyrir gestina. Þar sem Elmar situr fastur í sóttkví með móður sinni gat hann nefnilega ekki boðið neinum gestum, hvorki vinum né vandamönnum. Hann gat ekki einu sinni knúsað pabba sinn. Það kom því ánægjulega á óvart þegar Elmar fékk óvænta afmæliskveðju frá átrúnaðargoðinu, Daða Frey. 

Með mömmu sinni í sóttkví

Elmar og móðir hans, Telma Eir Aðalsteinsdóttir, deila sama afmælisdegi og hafa alltaf boðið til veislu í tilefni til dagsins. Eftir námsferð til Spánar var útséð með að Telma gæti tekið þátt í veisluhöldunum, þar sem hún þurfti að fara beinustu leið í sóttkví við heimkomuna.

Elmar fékk boð um að vera með henni í sóttkví eða vera frjáls ferða sinna með föður sínum og halda upp á afmælið sitt með honum. Honum fannst það ekki koma til greina að vera aðskilinn móður sinni allan þennan tíma og hvað þá á þeirra sameiginlega afmæli. Það varð því ekkert úr veislunni, hún verður í það minnsta að bíða betri tíma. 

„Ég hringdi í hann þegar ég var úti og spurði hann hvernig hann vildi hafa þetta, því ég væri að fara í sóttkví. Við ættum afmæli á þeim tíma og hann gæti haldið upp á það með pabba sínum. Svarið var einfalt: Við verðum að vera saman á afmælisdeginum okkar. Ég verð með þér. Hann er auðvitað bara tíu ára, en við reyndum samt að tryggja að hann væri meðvitaður um að það væru fleiri valkostir í stöðunni,“ segir Telma.

Í gegnum tíðina hefur Elmar alltaf verið að gæta þess að hún njóti þess líka að eiga afmæli sama dag og hann, og nú þegar þau voru saman í sóttkví þá sagðist hann ætla að gefa henni heilan helling af knúsum og hamingju, fyrst hann kæmist ekki út til þess að kaupa handa henni gjöf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár