Bolafjall er eitt af helstu kennileitum Vestfjarða en það gnæfir yfir Bolungarvík og býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Ísafjarðardjúp. Í september 2018 var auglýst keppni um hönnun útsýnispalls á fjallinu í samstarfi við íslenska landslagsarkitekta og sextán hönnunarteymi sendu inn umsókn. Þrjú teymi voru dregin af handahófi í október og skiluðu inn umsóknum í desember. Það var svo arkitektastofan Sei Studio og landslagsarkitektastofan Landmótun sem unnu keppnina. Í áliti dómnefndar segir að tillagan sé spennandi lausn sem falli vel inn í landslagið. Útsýnispallurinn á Bolafjalli, sem kallast Stigahlíð, verður staðsettur yfir tilkomumiklu hengilssvæði í 638 metra hæð og tekur ekkert frá sjálfu landslaginu.
Einblíndu á ævintýralegan blæinn
Tillagan að útsýnispallinum var sýnd á Public Architecture-Future for Europe í hinu virta Schusev ríkisarkitektúrsafni í Moskvu fyrir skömmu.
Shruthi Basappa er einn höfunda tillögunnar ásamt eiginmanni sínum, Einari Hlé Einarssyni. Þau eru arkitektar og unnu tillöguna með landslagsarkitektunum Aðalheiði E. Kristjánsdóttur …
Athugasemdir