Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stórar hótelkeðjur í Noregi segja upp 4.000 starfsmönnum

Tvær af stærri hót­elkeðj­um Nor­egs hafa sagt upp 4.000 starfs­mönn­um og eru byrj­að­ar að loka hót­el­um sín­um. Hót­eleig­andi á Ís­landi hef­ur sagt að hót­el­in í land­inu séu að tæm­ast. Ís­land er miklu háð­ara ferða­þjón­ust­unni en Nor­eg­ur og Sví­þjóð þar sem um 9 pró­sent þjóð­ar­fram­leiðsl­unn­ar kem­ur frá ferða­þjón­ustu en 3.7 pró­sent í Nor­egi.

Stórar hótelkeðjur í Noregi segja upp 4.000 starfsmönnum
9 prósent á Íslandi, 3.7 prósent í Noregi Línuritið sýnir hlutfall ferðaþjónustunnar sem prósentu af þjóðarframleiðslu á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og eins í heiminum öllum að meðaltali. Þetta hlutfall er áætlað rúmlega 9 prósent á Íslandi árið 2019 en 3.7 prósent í Noregi. Heimild: Alþjóðabankinn/World Bank

Tvær af stærri hótelkeðjum Noregs, Nordic Choice og Thon Hotels, sögðu á mánudaginn upp tæplega 4.000 þúsund starfsmönnum tímabundið út af kórónavírusnum. Útbreiðsla vírusins hefur leitt til þess að mörg þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Noregi.  Hótelkeðjan  Nordic Choice er í eigu Petter Stordalens sem er einn af þekktari fjárfestum Noregs og rekur fyrirtækið mörg hótel á Norðurlöndunum. Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar, Torgeir Silseth, segir við viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í dag að búið sé að segja upp 3.000 starfsmönnum en að engum hótelum hafi hingað til verið lokað. 

3000 tímabundnar uppsagnirPetter Stordalen er med þekktari kaupsýslumönnum Noregs og er líklega frægasti hóteleigandi Skandinavíu. Fyrirtæki hans, Nordic Choice, hefur nú sagt upp 3000 starfsmönnum tímabundið.

Ferðamannageirinn leggur niður starfsemi

Fréttirnar af uppsögnunum koma í kjölfarið á tíðindum af stórfelldum uppsögnum hjá flugfélögunum norska flugfélaginu Norwegian og SAS.

Norwegian sagði frá því fyrir helgi að félagið myndi segja upp 7.000 starfsmönnum tímabundið, meðal annars sökum flugbannsins til Bandaríkjanna en 46 prósent flugsæta Norwegian var til landsins, og SAS sagði frá því á mánudaginn að félagið þyrfti að segja upp 90 prósent starfsfólks tímabundið, aflýsa flugum og nánast leggja starfsemina niður að mestu tímabundið. Ruðningsáhrifin sem þetta hefur á ferðamannaiðnaðinn í Noregi og á önnur lönd í Skandinavíu er nú þegar orðinn mikill og verða enn meiri. 

Fréttirnar um starfsemi hótelanna í Noregi eru í rauninni sama eðlis. Verið er að leggja starfsemi þeirra af tímabundið. 

Loka fjórum hótelum

Thon hotels hafa sagt upp 900 starfsmönnum og lokað fjórum hótelum í Osló og segir Morten Thorvaldsen, framkvæmdastjóri hótelanna, að ekki sé hægt að halda hótelum með 150 til 200 herbergjum opnum fyrir aðeins örfáa gesti.  „Eins og er þá erum við að tala um 900 starfsmenn. Því miður lítur staðan ekki út fyrir að vera skammvinn og við getum ekki haldið opnum hótelum með 150 til 200 herbergjum ef aðeins koma örfáir gestir,“ segir Thorvaldsen í viðtai við Dagens Næringsliv. 

„Hótelin verða nánast tóm innan tíðar.“

Ekkert sambærilegt tilkynnt á Íslandi

Enn sem komið er hefur ekki verið tikynnt um sambærilegar aðgerðir hjá Icelandair eða hótelum á Íslandi þó vissulega hafi verið sagt frá miklum áhyggjum og væntanlegum aðgerðum hjá Icelandair og eins í ferðaþjónustunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í gær að staðan kallaði á „erfiðar og sársaukafullar aðgerðir“ og er ljóst að fyrirtækið mun þurfa að segja upp fólki. 

Í viðtali við Fréttablaðið í gær málaði Kristófer Oli­vers­son, for­maður Fyrir­tækja í hótel- og gisti­þjónustu, upp afar dökka mynd af stöðunni. „Bókanirnar eru í raun og veru að sópast út. Hótelin verða nánast tóm innan tíðar. Það stefnir í það enda er allt flug nánast stoppað,“ sagði Kristófer sem jafnramt er framkvæmdastjóri og einn eigenda CenterHotels, keðju sem rekur sjö hótel í Reykjavík og sem er ein af þeim stærri í landinu.

Ríkisstjórnin mun hins vegar væntanlega tilkynna um aðgerðir á næstunni til að koma til móts við fyrirtæki sem sjá frá tekjutap og rekstrarerfiðleika vegna kórónaveirunnar. Sérstaklega er rætt um Icelandair og ferðaþjónustuna í þessu sambandi samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 

Tæp 9 prósent af þjóðarframleiðslunni

Þegar hlutfall ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu á Íslandi er borið saman við Noreg og Svíþjóð kemur ágætlega í ljós sá munur sem er á þjóðhagslegu mikilvægi þessara atvinnugreina fyrir löndin.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðbankanum, World Bank, stóð ferðaþjónusta fyrir 8,63 prósent af vergri þjóðarframleiðslu á Íslandi árið 2018 og 3,7 prósentum í Noregi og 2,44 prósentum í Svíþjóð. Spáin fyrir Ísland árið 2019 (endanlegar tölur liggja ekki fyrir) er rétt rúmlega 9 prósent fyrir Ísland en 3,7 prósent fyrir Noreg. Línurit um þetta frá Alþjóðabankanum sýnir hvað Ísland reiðir sig mikið á ferðaþjónustu í samamnburði við þessi tvö lönd sem og önnur lönd í heiminum öllum en heimsmeðaltalið um mikilvægi ferðaþjónustunnar í einstaka löndum er nokkuð svipað og hjá Noregi. 

Út frá þessu má sjá hversu miklu meiri afleiðingar má ætla að kóranavírusinn muni hafa á Íslandi þegar fyrir liggur að ferðaþjónusta, sem atvinnugrein, mun nánast hverfa sem tekjupóstur í hagkerfinu næstu vikur og líklega mánuði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár