„Einhvern veginn verður að tækla þetta ástand og leita að skemmtilegum lausnum.“ Þetta segir Guðrún Karlsson, en móðir hennar, Rannveig Jónsdóttir, er til heimilis á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Tekið var fyrir heimsóknir á allflest vist- og hjúkrunarheimili landsins 6. mars síðstliðinn til að draga úr sýkingarhættu af völdum kórónaveirunnar. Þá var Rannveig nýflutt á heimilið og Guðrún segir að bannið hafi reynst sér og móður sinni erfitt, enda hafi hún heimsótt hana daglega. Mæðgurnar deyja ekki ráðalausar og Guðrún heimsækir nú móður sína „í gegnum glugga“.
„Ég var vön að koma með góðgæti eða eitthvað óvænt handa mömmu í hvert skipti sem ég kom til hennar. Eftir að heimsóknarbannið var sett á hef ég haldið því áfram og starfsfólkið hefur tekið á móti mér við útidyrnar og farið með gjafirnar til mömmu,“ segir Guðrún.
Athugasemdir