Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stundin hlaut tvenn blaðamannaverðlaun

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands veitti í dag fern verð­laun vegna blaða­mennsku á síð­asta ári. Stund­in hlaut tvenn verð­laun: Fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku ásamt Kveik á RÚV í Sam­herja­mál­inu og fyr­ir um­fjöll­un um ham­fara­hlýn­un.

Stundin hlaut tvenn blaðamannaverðlaun
Tilnefndir blaðamenn Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, Steindór Grétar Jónsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Ingi Freyr Vilhjálmsson.

Stundin hlaut í dag tvenn blaðamannaverðlaun á verðlaunaafhendingu Blaðamannafélags Íslands. Annars vegar var Stundin verðlaunuð í flokknum umfjöllun ársins vegna greina um hamfarahlýnun og hins vegar í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins ásamt Kveik á RÚV fyrir umfjöllun um Samherjaskjölin.

Fern blaðamannaverðlaun voru veitt í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands í dag. Auk Stundarinnar voru verðlaun veitt Arnari Páli Haukssyni á Speglinum á Rás 1, í flokknum blaðamannaverðlaun Íslands, vegna umfjöllunar um kjaramál og vinnumarkað. Þá voru blaðamennirnir Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, og Jóhann K. Jóhannsson, Kompási, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, verðlaunuð fyrir viðtal ársins, við sautján ára stúlku sem lokuð var inni á heimili með móður sem glímdi við geðraskanir.

Umfjöllun um Samherjamálið verðlaunuð

Í rökstuðningi dómnefndar Blaðmannafélags Íslands vegna verðlauna í flokki rannsóknarblaðamennsku segir að umfjöllun um Samherjaskjölin hafi „haft mikil áhrif“.

„Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja“

Verðlaunin voru veitt Aðalsteini Kjartanssyni, Helga Seljan og Stefáni Drengssyni hjá Kveik, og svo Inga Frey Vilhjálmssyni hjá Stundinni. „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengileg almenningi á netinu samhliða birtingu frétta af málinu. Umfjöllunin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlendis.“

Umfjöllun ársins um hamfarahlýnun

Þá voru Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, og Steindór Grétar Jónsson verðlaunuð fyrir „yfirgripsmikla og vandaða umfjöllun um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsvár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til þess að vega upp á móti skaðlegum umhverfisáhrifum sem stafað geta af daglegu lífi fólks.“

Í umfjölluninni var meðal annars fjallað um afleiðingar loftslagsvandans fyrir Ísland og Íslendinga, rætt við fólk sem breytt hefur lífi sínu í þágu baráttunnar gegn hamfarahlýnun og rýnt í aðgerðir stjórnvalda.

Alls hlutu sex blaðamenn tilnefningu til verðlauna vegna umfjallana í Stundinni í fyrra. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, blaðamaður Stundarinnar, var einnig tilnefnd í flokknum blaðamannaverðlaun Íslands, „fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir“.

Tilkynning um blaðamannverðlaun

Rökstuðningur og val dómnefndar Blaðamannafélags Íslands

Besta umfjöllun

Verðlaunin hlutu þau Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, og Steindór Grétar Jónsson, Stundinni, fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Í yfirgripsmikilli og vandaðri umfjöllun fjalla blaðamenn Stundarinnar um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsvár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til þess að vega upp á móti skaðlegum umhverfisáhrifum sem stafað geta af daglegu lífi fólks.“

Aðrir tilnefnir í þessum flokki voru Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV, fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían og þeir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fyrir umfjöllun um efnahagsmál

Viðtal ársins

Verðlaunin hljóta þau Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, og Jóhann K. Jóhannsson, Kompási, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir viðtal og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heimili með geðveikri móður. Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Vandað viðtal við 17 ára stúlku, Margréti Lillý Einarsdóttur, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið vakti verðskuldaða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í viðkvæmri stöðu, starfsemi barnaverndarnefnda og fleiri þætti og leiddi meðal annars til þess að bæjarstjóri Seltjarnarness baðst formlega afsökunar á því hvernig staðið var að málum í tilviki Margrétar Lillýar.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson lögmann og Ari Brynjólfsson, Fréttablaðinu, fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra.

Rannsóknarblaðamennska

Verðlaunin hljóta þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson, Kveik og Stundinni, fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Rök dómnefndar eru eftirfarandi: „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengileg almenningi á netinu samhliða birtingu frétta af málinu. Umfjöllunin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlendis.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru þeir Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson, Kveik, fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson, Morgunblaðinu, fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um sama mál.

Blaðamannaverðlaun ársins

Verðlaunin hlýtur Arnar Páll Hauksson, Speglinum, RÚV, fyrir umfjöllun um kjaramál.Rök dómnefndar voru eftirfarandi: „Arnar Páll hefur af djúpri þekkingu og áralangri yfirsýn fjallað um kjaramál með afar vönduðum hætti í ótal fréttum og fréttaskýringum á tímum mikils umróts á vinnumarkaði. Hann hefur fjallað ítarlega um hugmyndir og tillögur sem lagðar hafa verið fram í kjaraviðræðum og flytur iðulega fyrstu fréttir af þróun mála.“

Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Guðrún Hálfdánardóttir, mbl.is, fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundinni, fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár