„Við getum það,“ sagði Angela Merkel þýskalandskanslari þegar flóttamenn streymdu til Evrópu árið 2015, og átti þar við að evrópubúar væru vel fær til þess að taka á móti fólki á flótti. Þá voru aðrir tímar og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Evrópusambandið reyndi meðal annars að koma á sérstöku kvótakerfi þar sem flóttafólki væri dreift um ríki álfunnar en mætti mikilli andstöðu frá ýmsum aðildarríkjum sem settu sig harkalega á móti slíkum hugmyndum.
Þá gerði Evrópusambandið sérstakan samning við Tyrkland árið 2016 sem fól í sér að tyrknesk yfirvöld myndu taka við flóttafólki gegn tilteknum styrkjum frá Evrópusambandinu. Þetta umdeilda samkomulag hefur haldið síðustu ár þrátt fyrir að Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hafi oftar en ekki hótað því að „opna hliðið“ eins og hann orðaði það.
Opnar á landamærin
Og það hefur hann nú gert. Þann 29. febrúar síðastliðinn tilkynnti Erdoğan tyrkneska þinginu að landið …
Athugasemdir