Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Erdoğan opnar landamærin og segir milljónir flóttamanna á leiðinni

Er­doğ­an hef­ur sleppt tök­un­um á samn­ingn­um sem hann gerði við Evr­ópu­sam­band­ið. Þús­und­ir flótta­manna streyma nú að landa­mær­um Grikk­lands. Grísk­ar her- og lög­reglu­sveit­ir mættu flótta­fólki með tára­gasi og skutu sýr­lensk­an flótta­mann á landa­mær­un­um. Fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins þakk­ar Grikkj­um fyr­ir að verja landa­mær­in.

Erdoğan opnar landamærin og segir milljónir flóttamanna á leiðinni

„Við getum það,“ sagði Angela Merkel þýskalandskanslari þegar flóttamenn streymdu til Evrópu árið 2015, og átti þar við að evrópubúar væru vel fær til þess að taka á móti fólki á flótti. Þá voru aðrir tímar og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Evrópusambandið reyndi meðal annars að koma á sérstöku kvótakerfi þar sem flóttafólki væri dreift um ríki álfunnar en mætti mikilli andstöðu frá ýmsum aðildarríkjum sem settu sig harkalega á móti slíkum hugmyndum.

Þá gerði Evrópusambandið sérstakan samning við Tyrkland árið 2016 sem fól í sér að tyrknesk yfirvöld myndu taka við flóttafólki gegn tilteknum styrkjum frá Evrópusambandinu. Þetta umdeilda samkomulag hefur haldið síðustu ár þrátt fyrir að Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hafi oftar en ekki hótað því að „opna hliðið“ eins og hann orðaði það.

Opnar á landamærin 

Og það hefur hann nú gert. Þann 29. febrúar síðastliðinn tilkynnti Erdoğan tyrkneska þinginu að landið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár