11. október 2019
Ég fann fyrir svakalegum létti og miklum tilfinningum. Ég grét og hló samtímis, sagði pabba hennar að þetta væru hans augu og við grétum öll saman. Svo fann hún brjóstið og það helltist yfir mig svo mikill friður. Mér fannst við ein í heiminum.
Rakel Björg Kristjónsdóttir, 29 ára
Móðurlíf
„Þetta var líklegast raunverulegasta augnablik lífs míns, raunverulegasta lífsreynsla sem ég hef upplifað. Við lifum í heimi þar sem við höfum tök á því að fresta, strika út eða snúa upp á aðstæður og við eigum auðvelt með að koma okkur út úr þeim en það á alls ekki við um fæðingu. Þú getur ekki stöðvað hana eða hlaupið í burtu frá henni eða það sem meira er, hætt við hana. Það voru vissulega augnablik á meðan fæðingunni stóð þar sem ég hugsaði með mér: „Ég gefst upp! Ég er hætt“ en það var engin önnur leið …
Athugasemdir