Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvernig er að hitta barnið sitt í fyrsta sinn?

Kateř­ina Bla­hutová og fleiri kon­ur lýsa reynslu sinni af fæð­ingu og þeim til­finn­ing­um sem vökn­uðu þeg­ar þær litu börn­in sín í fyrsta sinn. Þær lýsa dög­un­um sem á eft­ir komu, sem ein­kennd­ust af töfr­andi ham­ingju­stund­um, brjóst­um sem fyll­ast af mjólk, óstjórn­leg­um gráti, djúp­stæð­um friði og öllu mögu­legu þar á milli.

Hvernig er að hitta barnið sitt í fyrsta sinn?
Júlían Máni og Katla Fæðingu hans lýsir Katla sem „raunverulegasta“ augnabliki sem hún hefur lifað. Mynd: Heiða Helgadóttir

11. október 2019

Ég fann fyrir svakalegum létti og miklum tilfinningum. Ég grét og hló samtímis, sagði pabba hennar að þetta væru hans augu og við grétum öll saman. Svo fann hún brjóstið og það helltist yfir mig svo mikill friður. Mér fannst við ein í heiminum.

Rakel Björg Kristjónsdóttir, 29 ára 

Móðurlíf

„Þetta var líklegast raunverulegasta augnablik lífs míns, raunverulegasta lífsreynsla sem ég hef upplifað. Við lifum í heimi þar sem við höfum tök á því að fresta, strika út eða snúa upp á aðstæður og við eigum auðvelt með að koma okkur út úr þeim en það á alls ekki við um fæðingu. Þú getur ekki stöðvað hana eða hlaupið í burtu frá henni eða það sem meira er, hætt við hana. Það voru vissulega augnablik á meðan fæðingunni stóð þar sem ég hugsaði með mér: „Ég gefst upp! Ég er hætt“ en það var engin önnur leið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Að eignast barn

„Stundum upplifi ég eins og þetta sé allt draumur“
ViðtalAð eignast barn

„Stund­um upp­lifi ég eins og þetta sé allt draum­ur“

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir var á leið í ferða­lag með kær­ast­an­um og vin­um hans, þeg­ar hún komst að því að morgni brott­far­ar­dags að hún væri barns­haf­andi. Það var slökkt á síma kær­ast­ans, allt þar til hann var mætt­ur með fulla rútu af fólki að sækja hana. Leynd­ar­mál­inu hvísl­aði hún að hon­um á bens­ín­stöð í Borg­ar­nesi. Þau Kári Ein­ars­son ræða hér upp­lif­un­ina, með­göng­una og það sem bíð­ur þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu