Vatn er undirstaða lífs. Það skilur maður best í Varanasi, við bakka Ganges. Þessi mikla á, lífæð Indlands, rennur 2.500 kílómetra leið niður frá Himalaya-fjallgarðinum og út í Bengalflóa. Á bökkum Ganges býr hálfur milljarður mannfólks.
Í tæplega 50 stiga sumarhitanum horfir maður á buslandi bæjarbúa svamla í svalandi ánni, litríkar húsmæður sækja vatn í potta, meðan brenndum líkum er sturtað í þetta heilaga fljót steinsnar frá. Allt að gerast.
Þarna er vatnið svo mengað að það er 3.000 sinnum yfir heilsuverndarmörkum til böðunar, samkvæmt indverskum stöðlum. Sennilega myndi ég hrökkva upp af við að súpa af ánni.
Ganges þornar upp
Það er óskiljanlegt þegar maður horfir þarna yfir kílómetra breitt fljótið, 900 km frá árósunum, að …
Athugasemdir