Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

H₂O

Níl verð­ur stífl­uð og Ganges þorn­ar upp. Hver eru ör­lög efn­is­ins sem skil­ur á milli lífs og dauða?

H₂O
Helgistund við Ganges Ekki pláss fyrir alla á bakkanum, svo fólk drífur að á smábátum til að sjá og heyra meira guðsorð. Ótrúlegt að hugsa til þess, þegar horft er yfir á hinn bakkann, að allt þetta vatn nær ekki fram í ósa þessa heilaga fljóts. Mynd: Páll Stefánsson

Vatn er undirstaða lífs. Það skilur maður best í Varanasi, við bakka Ganges. Þessi mikla á, lífæð Indlands, rennur 2.500 kílómetra leið niður frá Himalaya-fjallgarðinum og út í Bengalflóa. Á bökkum Ganges býr hálfur milljarður mannfólks.

Í tæplega 50 stiga sumarhitanum horfir maður á buslandi bæjarbúa svamla í svalandi ánni, litríkar húsmæður sækja vatn í potta, meðan brenndum líkum er sturtað í þetta heilaga fljót steinsnar frá. Allt að gerast.

Þarna er vatnið svo mengað að það er 3.000 sinnum yfir heilsuverndarmörkum til böðunar, samkvæmt indverskum stöðlum. Sennilega myndi ég hrökkva upp af við að súpa af ánni. 

Þessi helgi maður hafði engan tíma til að hugsa um almættið eða alla guðina, hann var í fullu djobbi að pósa fyrir ferðamenn sem gengu árbakka Ganges í mjúkri morgunbirtunni.

Ganges þornar upp

Það er óskiljanlegt þegar maður horfir þarna yfir kílómetra breitt fljótið, 900 km frá árósunum, að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár