Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir efni unn­ið úr kanna­bis­plönt­um heim­ilt til sölu á Ís­landi að upp­fyllt­um skil­yrð­um. Til­laga ligg­ur fyr­ir Al­þingi um að al­menna heim­ila sölu þess.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi
Kannabis CBD og THC eru kölluð virku efnin í kannabisplöntunni, en CBD er þó ekki vímugjafi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur CBD olíu löglega á Íslandi. Þetta kemur fram í samskiptum embættisins við meðlim CBD samtakanna á Facebook, þar sem spurt var hvort sala á CBD olíu (cannabidiol), sem unnin er úr plöntum af kannabisættinni, sé lögleg.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði ásamt fleiri þingmönnum fram tillögu í haust þess efnis að gera sölu á vörum sem innihalda CBD heimila í almennri sölu. Áhöld hafa verið um lögmæti efnisins, en lyfjastofnun hefur veitt heimild fyrir einni vöru sem inniheldur það. CBD er ekki vímugjafi, ólíkt efninu THC sem einnig má finna í kannabisplöntum.

Aðspurð um hvort sala CBD olíu sé lögleg á Íslandi, svaraði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samtökunum að svo væri. „Það er ekki nema von að þú spyrjir,“ segir í svari embættisins. „Það er ekki langt síðan að okkar fólk lagðist í þá vinnu að skoða og greina málefni sem varða CBD olíu í vörum sem eru til í almennri sölu. Án þess að fara í lagalegu flækjuna á bak við þá niðurstöðu þá er svarið já.“

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að flytja megi CBD olíur til landsins, svo framarlega sem kvittun og ávísun læknis er framvísað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur því efnið ekki sömu augum og til dæmis fíkniefni. „Meðal þeirra atriða sem styðja þá niðurstöðu er að CBD er ekki á bannlista reglugerðar nr. 233/2001 um ávana-fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni,“ segir í svari lögreglunnar.

Samskipti CBD samtakanna og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinuEmbættið lagðist í vinnu við að skoða lögmæti sölu CBD olíu.

Í samskiptum við Stundina staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að þetta hafi verið svarið sem embættið gaf. „Hér er þó ekki öll sagan sögð, en þótt að CBD sé almennt ekki undir eftirliti lögreglu þá getur það verið álitið lyf og því ekki löglegt til sölu nema að fengnu lyfsöluleyfi,“ segir í svari embættisins. „Að sama skapi getur það flokkast sem fæðubótarefni og því þurft að uppfylla slíkar reglur. Þetta er því frekar flókið mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár