Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir efni unn­ið úr kanna­bis­plönt­um heim­ilt til sölu á Ís­landi að upp­fyllt­um skil­yrð­um. Til­laga ligg­ur fyr­ir Al­þingi um að al­menna heim­ila sölu þess.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi
Kannabis CBD og THC eru kölluð virku efnin í kannabisplöntunni, en CBD er þó ekki vímugjafi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur CBD olíu löglega á Íslandi. Þetta kemur fram í samskiptum embættisins við meðlim CBD samtakanna á Facebook, þar sem spurt var hvort sala á CBD olíu (cannabidiol), sem unnin er úr plöntum af kannabisættinni, sé lögleg.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði ásamt fleiri þingmönnum fram tillögu í haust þess efnis að gera sölu á vörum sem innihalda CBD heimila í almennri sölu. Áhöld hafa verið um lögmæti efnisins, en lyfjastofnun hefur veitt heimild fyrir einni vöru sem inniheldur það. CBD er ekki vímugjafi, ólíkt efninu THC sem einnig má finna í kannabisplöntum.

Aðspurð um hvort sala CBD olíu sé lögleg á Íslandi, svaraði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samtökunum að svo væri. „Það er ekki nema von að þú spyrjir,“ segir í svari embættisins. „Það er ekki langt síðan að okkar fólk lagðist í þá vinnu að skoða og greina málefni sem varða CBD olíu í vörum sem eru til í almennri sölu. Án þess að fara í lagalegu flækjuna á bak við þá niðurstöðu þá er svarið já.“

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að flytja megi CBD olíur til landsins, svo framarlega sem kvittun og ávísun læknis er framvísað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur því efnið ekki sömu augum og til dæmis fíkniefni. „Meðal þeirra atriða sem styðja þá niðurstöðu er að CBD er ekki á bannlista reglugerðar nr. 233/2001 um ávana-fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni,“ segir í svari lögreglunnar.

Samskipti CBD samtakanna og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinuEmbættið lagðist í vinnu við að skoða lögmæti sölu CBD olíu.

Í samskiptum við Stundina staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að þetta hafi verið svarið sem embættið gaf. „Hér er þó ekki öll sagan sögð, en þótt að CBD sé almennt ekki undir eftirliti lögreglu þá getur það verið álitið lyf og því ekki löglegt til sölu nema að fengnu lyfsöluleyfi,“ segir í svari embættisins. „Að sama skapi getur það flokkast sem fæðubótarefni og því þurft að uppfylla slíkar reglur. Þetta er því frekar flókið mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár