Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir efni unn­ið úr kanna­bis­plönt­um heim­ilt til sölu á Ís­landi að upp­fyllt­um skil­yrð­um. Til­laga ligg­ur fyr­ir Al­þingi um að al­menna heim­ila sölu þess.

Lögreglan segir sölu CBD olíu löglega á Íslandi
Kannabis CBD og THC eru kölluð virku efnin í kannabisplöntunni, en CBD er þó ekki vímugjafi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur CBD olíu löglega á Íslandi. Þetta kemur fram í samskiptum embættisins við meðlim CBD samtakanna á Facebook, þar sem spurt var hvort sala á CBD olíu (cannabidiol), sem unnin er úr plöntum af kannabisættinni, sé lögleg.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði ásamt fleiri þingmönnum fram tillögu í haust þess efnis að gera sölu á vörum sem innihalda CBD heimila í almennri sölu. Áhöld hafa verið um lögmæti efnisins, en lyfjastofnun hefur veitt heimild fyrir einni vöru sem inniheldur það. CBD er ekki vímugjafi, ólíkt efninu THC sem einnig má finna í kannabisplöntum.

Aðspurð um hvort sala CBD olíu sé lögleg á Íslandi, svaraði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samtökunum að svo væri. „Það er ekki nema von að þú spyrjir,“ segir í svari embættisins. „Það er ekki langt síðan að okkar fólk lagðist í þá vinnu að skoða og greina málefni sem varða CBD olíu í vörum sem eru til í almennri sölu. Án þess að fara í lagalegu flækjuna á bak við þá niðurstöðu þá er svarið já.“

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að flytja megi CBD olíur til landsins, svo framarlega sem kvittun og ávísun læknis er framvísað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur því efnið ekki sömu augum og til dæmis fíkniefni. „Meðal þeirra atriða sem styðja þá niðurstöðu er að CBD er ekki á bannlista reglugerðar nr. 233/2001 um ávana-fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni,“ segir í svari lögreglunnar.

Samskipti CBD samtakanna og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinuEmbættið lagðist í vinnu við að skoða lögmæti sölu CBD olíu.

Í samskiptum við Stundina staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að þetta hafi verið svarið sem embættið gaf. „Hér er þó ekki öll sagan sögð, en þótt að CBD sé almennt ekki undir eftirliti lögreglu þá getur það verið álitið lyf og því ekki löglegt til sölu nema að fengnu lyfsöluleyfi,“ segir í svari embættisins. „Að sama skapi getur það flokkast sem fæðubótarefni og því þurft að uppfylla slíkar reglur. Þetta er því frekar flókið mál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
6
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár