Agli Arnarsyni, flokksstjóra í sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, þótti umræðan sem hófst á dögunum um háar launagreiðslur til sorphirðumanna furðuleg og ósmekkleg. Hún hefði verið til þess fallin að reyna að reka fleyg í samstöðu milli hópa innan Eflingar og auk þess telur hann að rangt hafi verið farið með tölur þar. „Ég kannast ekki við þessar útborganir sem þar voru nefndar.“
Athygli vakti á dögunum þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, henti því á loft að laun sorphirðufólks væru í dag 630 þúsund krónur á mánuði og myndu fara í 850 þúsund yrði gengið að kröfum Eflingar. Þegar Stundin hafði samband við Halldór kom í ljós að hann hafði mismælt sig og ætlað að segja að launin væru 613 þúsund í dag. Samkvæmt kjarasamningum eru heildarlaun verkamanna sem hefja störf við sorphirðu, með yfirvinnu og kaupaukagreiðslum, 476 þúsund krónur á mánuði. Grunnlaun þeirra …
Athugasemdir