Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Eg­ill Arn­ar­son seg­ir að verk­fall geti ekki stað­ið lengi því all­ar sorptunn­ur í borg­inni séu að fyll­ast. Hann vill að laun leik­skóla­starfs­fólks og umönn­un­ar­stétta séu leið­rétt sér­stak­lega enda séu þau skamm­ar­leg.

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
Í verkfalli með börn vegna verkfalls Egill er í verkfalli sjálfur og dætur hans tvær komast heldur ekki á leikskóla vegna verkfalls Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Agli Arnarsyni, flokksstjóra í sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, þótti umræðan sem hófst á dögunum um háar launagreiðslur til sorphirðumanna furðuleg og ósmekkleg. Hún hefði verið til þess fallin að reyna að reka fleyg í samstöðu milli hópa innan Eflingar og auk þess telur hann að rangt hafi verið farið með tölur þar. „Ég kannast ekki við þessar útborganir sem þar voru nefndar.“

Athygli vakti á dögunum þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, henti því á loft að laun sorphirðufólks væru í dag 630 þúsund krónur á mánuði og myndu fara í 850 þúsund yrði gengið að kröfum Eflingar. Þegar Stundin hafði samband við Halldór kom í ljós að hann hafði mismælt sig og ætlað að segja að launin væru 613 þúsund í dag. Samkvæmt kjarasamningum eru heildarlaun verkamanna sem hefja störf við sorphirðu, með yfirvinnu og kaupaukagreiðslum, 476 þúsund krónur á mánuði. Grunnlaun þeirra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár