Thelma Björk Brynjólfsdóttir vinnur á leikskólanum Múlaborg og hefur gert í um næstum aldarfjórðung. Hún fær útborgað um 260 þúsund krónur á mánuði en þarf að greiða 240 þúsund krónur í leigu. Thelma segist heppin að eiga góðan mann og saman komist þau bærilega af, en jafn lág laun og þessi geri það að verkum að fólk geti fest í samböndum og ekki átt raunhæfa möguleika á að skilja að skiptum ef eitthvað bjátar á.
Thelma byrjaði að vinna á Múlaborg um 17 ára aldur og hefur lengst af unnið þar, með barneignarhléum og stuttri viðkomu í öðrum umönnunarstörfum. Thelma er 45 ára og segir að hún sé byrjuð að fá börn til sín á leikskólann sem séu börn fólks sem var hjá henni þegar þau voru lítil. „Ég kann rosalega vel við mig og er sæl í mínu starfi. Ég dýrka að vinna með börnum, elska það hreinlega. Það …
Athugasemdir