Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst

Marg­feld­is­mun­ur launa milli tekju­tí­unda hef­ur auk­ist milli ár­anna 1991 og 2018. Hag­fræði­pró­fess­or seg­ir flest benda til að launa­bil sé að aukast en fjöl­þætt­ar ástæð­ur liggi þar að baki.

Launabilið milli milltekjufólks og hátekjufólks eykst
Segir erfitt að túlka gögnin Þórólfur telur að launabil sé að aukast en fjölþættar ástæður liggi þar að baki.

Hlutfallslegur munur á tekjum þeirra sem meðaltekjur hafa og þeirra sem hæstar tekjur hafa hefur aukist frá árinu 1991. Þetta má sjá úr gögnum Hagstofu Íslands sem birt eru inni á vefnum Tekjusagan, sem forsætisráðuneytið heldur úti. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir að flest bendi til að launabil sé að aukast hér á landi en fyrir því liggi fjölþættar ástæður og erfitt sé að fullyrða um þróun út frá gögnunum.

Á vef forsætisráðuneytisins segir: „Tekjusögunni er ætlað að aðstoða stjórnvöld við að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa.“ Á vefnum má bera saman þróun mánaðarlegra ráðstöfunartekna, á föstu verðlagi, milli tekjutíunda á umræddu árabili og að gefnum ýmsum öðrum forsendum, svo sem eftir kyni, fjölskyldustærð og búsetu.

Munur milli kynjanna hefur aukist

Þannig má bera saman tekjur einstæðra kvenna, sem eiga 1–2 börn og sem eiga fasteign, en tilheyra annars vegar tekjutíund 10, þeirri hæstu, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár