Í rannsókn á útgjöldum heimilanna á árunum 2013 til 2016, sem Hagstofan vann og birti árið 2018, eru birtar niðurstöður um neysluútgjöld íslenskra heimila á tímabilinu. Ekki eru til nýrri gögn í opinberri birtingu hjá Hagstofunni. Þar er horft til útgjalda, meðal annars eftir tekjuhópum og stuðst við útgjaldaflokka heimilanna. Er þeim skipt niður í fjórðunga og meðaltalsneysla hvers fjórðungs sem hlutfalls af útgjaldaflokkum þannig birt.
Í rannsókninni kemur fram að stærri hluti útgjalda þeirra heimila sem eru í lægsta fjórðungi útgjaldaflokka, það er tekjulægstu heimilin, fer í húsnæðiskostnað, hita og rafmagn og kaup á mat og drykkjarvöru, heldur en hjá þeim heimilum sem eru útgjaldahá og hafa hæstar tekjur. Þannig má sjá að 37,2 prósent af útgjöldum þess fjórðungs sem er tekjulægstur fara í húsnæðiskostnað en aðeins 28,8 prósent af útgjöldum tekjuhæsta fjórðungsins. Að sama skapi fara 13,3 prósent útgjalda lægsta útgjaldafjórðungsins í kaup á mat og drykkjarvörum en …
Athugasemdir