Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Guð­jón Reyn­is­son hef­ur 319 þús­und krón­ur í grunn­laun fyr­ir að ryðja göngu- og hjóla­stíga borg­ar­inn­ar. Mik­il yf­ir­vinna yf­ir vetr­ar­tím­ann híf­ir laun­in upp en er slít­andi og tek­ur tíma frá fjöl­skyldu­líf­inu.

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
Vinnur allt að 100 tíma í næturvinnu Guðjón vinnur mikla næturvinnu yfir vetrartímann en er á berstrípuðum taxta á sumrin. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðjón Reynisson vinnur á dráttarvéladeild Reykjavíkurborgar. Yfir vetrartímann sinnir hann því einkum að ryðja og salta hjóla- og göngustíga borgarinnar. Að sumrinu er aðalvinnan fólgin í að slá gras í borgarlandinu og hirða það en sú vinna stendur fram eftir hausti að öllu jöfnu. Auk þess sinnir dráttarvéladeild almennu viðhaldi við göngustíga, að klippa tré og runna, sópa auk annars. Fyrir vinnuna sína fær Guðjón 319 þúsund krónur í grunnlaun. Laun sem hann segir að séu auðvitað ekki mannsæmandi.

„Ég kann vel við vinnuna. Ég byrjaði í maí í fyrra hjá borginni en ég var búinn að vinna við nákvæmlega sömu störf árum saman. Ég vann hjá fyrirtækinu Garðlist sem sinnir einmitt þessari þjónustu fyrir Reykjavíkurborg að hluta, á ákveðnum stöðum í borgarlandinu. Þannig að ég kunni á þessu öll tök,“ segir Guðjón.

Vinnur allt að 100 tíma í næturvinnu

Af þessum sökum var Guðjón eftirsóttur, verkstjórar hjá Reykjavíkurborg höfðu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár