Guðjón Reynisson vinnur á dráttarvéladeild Reykjavíkurborgar. Yfir vetrartímann sinnir hann því einkum að ryðja og salta hjóla- og göngustíga borgarinnar. Að sumrinu er aðalvinnan fólgin í að slá gras í borgarlandinu og hirða það en sú vinna stendur fram eftir hausti að öllu jöfnu. Auk þess sinnir dráttarvéladeild almennu viðhaldi við göngustíga, að klippa tré og runna, sópa auk annars. Fyrir vinnuna sína fær Guðjón 319 þúsund krónur í grunnlaun. Laun sem hann segir að séu auðvitað ekki mannsæmandi.
„Ég kann vel við vinnuna. Ég byrjaði í maí í fyrra hjá borginni en ég var búinn að vinna við nákvæmlega sömu störf árum saman. Ég vann hjá fyrirtækinu Garðlist sem sinnir einmitt þessari þjónustu fyrir Reykjavíkurborg að hluta, á ákveðnum stöðum í borgarlandinu. Þannig að ég kunni á þessu öll tök,“ segir Guðjón.
Vinnur allt að 100 tíma í næturvinnu
Af þessum sökum var Guðjón eftirsóttur, verkstjórar hjá Reykjavíkurborg höfðu …
Athugasemdir