Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Listin að verða sextugur

Hall­grím­ur Helga­son fagn­aði sex­tugsaf­mæli með uppist­andi, þar sem hann lýsti til­finn­ing­unni: „Það er allt í lagi að verða sex­tug­ur,“ sagði hann og út­skýrði af hverju. Mynd­band af uppist­and­inu má sjá hér.

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason stóð á tímamótum fyrir ári síðan, þann 18. febrúar 2019. Stundin endurbirtir hér uppistand sem hann hélt í afmælisveislunni, þar sem hann fjallar um listina að verða sextugur, sem hann segir skárra en að verða þrítugur.

„Eins og að fá hraðasekt í pósti“

„Það er allt í lagi að verða sextugur,“ sagði hann, „þetta er bara staðfesting á ömurlegum tíðindum, eins og að fá hraðasekt í pósti. Þú veist að þú fórst yfir strikið í Hvalfjarðargöngunum og þú sást myndavélaaugað blikka. Svo líða tvær vikur og þú ert ekki búinn að fá sektina og ert farinn að ímynda þér að já, kannski var kerfið niðri þennan dag eða eitthvað. En svo kemur bréfið daginn eftir. Sýslumaðurinn á Hólmavík. Þú ert orðinn sextugur. Sjötíu þúsund kall. Eða meira svona sjöhundruð þúsund,“ sagði hann og hló. 

Hann hélt síðan áfram, með því að útskýra af hverju það er þó skárra að verða sextugur en þrítugur. 

Hægt er að sjá uppistandið allt í myndbandinu hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár