Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason stóð á tímamótum fyrir ári síðan, þann 18. febrúar 2019. Stundin endurbirtir hér uppistand sem hann hélt í afmælisveislunni, þar sem hann fjallar um listina að verða sextugur, sem hann segir skárra en að verða þrítugur.
„Eins og að fá hraðasekt í pósti“
„Það er allt í lagi að verða sextugur,“ sagði hann, „þetta er bara staðfesting á ömurlegum tíðindum, eins og að fá hraðasekt í pósti. Þú veist að þú fórst yfir strikið í Hvalfjarðargöngunum og þú sást myndavélaaugað blikka. Svo líða tvær vikur og þú ert ekki búinn að fá sektina og ert farinn að ímynda þér að já, kannski var kerfið niðri þennan dag eða eitthvað. En svo kemur bréfið daginn eftir. Sýslumaðurinn á Hólmavík. Þú ert orðinn sextugur. Sjötíu þúsund kall. Eða meira svona sjöhundruð þúsund,“ sagði hann og hló.
Hann hélt síðan áfram, með því að útskýra af hverju það er þó skárra að verða sextugur en þrítugur.
Hægt er að sjá uppistandið allt í myndbandinu hér að ofan.
Athugasemdir