Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Þjóð­kirkj­an seldi prests­set­ur til sókn­ar­presta á hag­stæðu verði á síð­asta ára­tug. Sókn­ar­prest­ur­inn í Nes­kaup­stað seldi hús í bæn­um á 15 millj­ón­um meira en hann keypti það á af kirkj­unni. Prest­ur­inn á Eski­firði keypti ein­býl­is­hús af kirkj­unni á verði sem var 1/3 und­ir fast­eign­mati.

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni
Seldi eignir til drýja tekjurnar Á kirkjuþingi árið 2010, fyrir biskupstíð Agnesar Sigurðardóttur, var veitt heimild tll að hefja sölu eigna kirkjunnar, meðal annars prestsetra víða um land, til að drýja tekjur stofnunarinnar. Á næstu árum voru fjölmargar eignir seldar, meðal annars prestsbústaðirnir í Neskaupsstað og Eskifirði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sóknarpresturinn í Neskaupstað, Sigurður Rúnar Ragnarsson, keypti einbýlishús í bænum af Þjóðkirkjunni á 21 milljón árið 2014 og seldi það svo á 36,5 milljónir í lok síðasta mánaðar. Munurinn á kaupverði og söluverði hússins er því 15,5 milljónir króna á milli áranna 2014 og 2020.

Sigurður Rúnar var sóknarprestur í prestakallinu frá því 1999 þar til í ágúst í fyrra og bjó hann í umræddu húsi þennan tíma, fyrstu 15 árin var húsið eign kirkjunnar en síðustu fimm árin var húsið í eigu hans og eiginkonu hans.

Eftir að Sigurður Rúnar keypti húsið af Þjóðkirkjunni, eða Kirkjumálasjóði, með sérstökum samningi þar um sem biskupinn Agnes Sigurðardóttir undirritaði í júní árið 2014, fékk hann einnig greiddan húsaleigustyrk frá Þjóðkirkjunni vegna búsetunnar í húsinu. Sigurður Rúnar segir að hann hafi selt húsið þar sem störfum hans í Neskaupstað sé lokið og að hann ætli að flytja til Reykjavíkur. 

Greiddi undirverð fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár