Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hef­ur beðist vel­virð­ing­ar á því að hafa sagt að Sam­herji hafi greitt mút­ur til að kom­ast yf­ir fisk­veiðikvóta í Namib­íu. Áð­ur hafði Sam­herji full­yrt að stað­hæf­ing­in væri refsi­verð og gæti varð­að tveggja ára fang­elsi.

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
Ríkisútvarpið Stjórn Ríkisútvarpsins taldi ekki ástæðu til að ræða bréf Samherja, enda væri um að ræða málefni fréttastofu. Mynd: Kristinn Magnússon

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið þá ákvörðun að leiðrétta frétt frá því í tíufréttum RÚV á fimmtudagskvöld og biðja útgerðarfélagið Samherja velvirðingar.

Þetta kemur í kjölfar þess að Samherji sendi lögfræðibréf á tólf manns, forsvarsmenn Ríkisútvarpsins og stjórnarmenn í RÚV ohf, þar sem fram kom að allt að tveggja ára fangelsi lægi við ákvörðun RÚV um að saka Samherja um mútugreiðslur.

Í frétt RÚV um áhrif spillingar á þróunaraðstoð hafði komið fram að Samherji hefði aflað sér kvóta í Namibíu með mútugreiðslum.

Lögfræðingur Samherja fullyrti að setningin „tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum, eins og fjallað var um í Kveik í vetur, heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var“ fæli í sér brot á hegningarlögum og væri meiðyrði. RÚV hefur nú dregið fullyrðinguna til baka.

„Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis. Báðar eru fullyrðingarnar fyrirvaralausar og fela í sér refsiverðar og bótaskyldar aðdróttanir,“ sagði í lögfræðibréfi Samherja, sem sent var á alla stjórnarmenn Rúv ohf, á starfandi útvarpsstjóra, Margréti Magnúsdóttur, og á Stefán Eiríksson, verðandi útvarpsstjóra.

Leiðréttingin var birt á vef Ríkisútvarpsins í kvöld:

„Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Hið rétta er að Samherji hefur verið borinn þeim sökum.“

Fréttastofan hefur áður greint frá því, rétt eins og fréttaskýringaþátturinn Kveikur, að Samherji hafi greitt stjórnmála- og embættismönnum fé til að komast yfir fiskveiðikvóta. Hins vegar hefur orðið „mútur“ ekki verið notað af fréttastofunni, öðruvísi en sem tilvitnun í orð sérfræðinga og starfsmanns Samherja, og svo í spurningum fréttamanna.

Alls hafa tíu manns verið handteknir eða ákærðir í Namibíu vegna mútumálsins, meðal annars Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor, Mike Nghipunya, handtekinn fyrr í dag.

„Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12. nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur,“ segir í yfirlýsingu fréttastofu RÚV.

Leiðrétting fréttastofu RÚV

„Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Hið rétta er að Samherji hefur verið borinn þeim sökum.

Samherji birti í dag bréf þar sem afsökunarbeiðni og leiðréttingar var krafist á meiðandi fréttaflutningi.

Fréttin snerist um þróunaraðstoð og spillingu og þar var fullyrt að „Samherja hins vegar að afla sér kvóta með því að múta embættismönnum, eins og fjallað var um í Kveik.“ Fréttin var aldrei birt á vef RÚV.

Í leiðréttingu fréttastofu kemur fram að Kveikur greindi frá því að Samherji hefði greitt namibískum embættismönnum háar fjárhæðir í greiðslur og þær voru að sögn fyrrverandi starfsmanns Samherja mútur. Sérfræðingur í spillingarmálum sem rætt var við í þættinum sagði sömuleiðis að greiðslurnar bæru með sér að vera mútur.

Starfsmenn Samherja hafa ekki verið sakfelldir eða ákærðir fyrir slík brot en málið er enn í rannsókn. Nokkrir namibískir embættismenn hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur í tegnslum við kvótaúthlutanir sem tengjast Samherja og eru þau mál nú rekin fyrir dómstólum í Namibíu.

Fréttastofan biðst velvirðingar á þeirri staðhæfingu sem fram kom í fréttinni á fimmtudag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Samherjamálið 12. nóvember 2019 og í öðrum fréttum um málið, stendur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár