Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heilbrigðiskerfið sjúkdómsgreint: Niðurskurður býr til meiri kostnað

For­stjóri Land­spít­al­ans kall­ar eft­ir þjóðar­átaki í heil­brigð­is­mál­um. Sjúkra­sjóð­ir stétt­ar­fé­lag­anna taka í sí­aukn­um mæli á sig verk­efni sem heil­brigðis­kerf­inu ber að sinna sam­kvæmt lög­um og heil­brigðis­kerf­ið býð­ur upp á of marg­ar gagns­laus­ar með­ferð­ir. Þetta er með­al þess sem fram kom á fundi um fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins, sem hald­inn var á veg­um ASÍ og BSRB í morg­un.

Heilbrigðiskerfið sjúkdómsgreint: Niðurskurður býr til meiri kostnað
Á Landspítala Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna taka í síauknum mæli á sig verkefni sem heilbrigðiskerfinu ber að sinna samkvæmt lögum. Á sama tíma og fjármagn til Landspítala var skorið niður jókst kostnaður ríkisins vegna þjónustu einkarekinna læknastofa. 20-40% af kostnaði við heilbrigðiskerfið fer í súginn og heilbrigðiskerfið býður upp á of margar gagnslausar meðferðir. Forstjóri Landspítala kallar eftir þjóðarátaki í heilbrigðismálum.

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi um fjármögnun heilbrigðiskerfisins, sem haldinn var á vegum ASÍ og BSRB í morgun.

Drífa SnædalSagði að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna tækju í síauknum mæli á sig kostnað, sem ætti að vera á ábyrgð hins opinbera.

Drífa Snædal forseti ASÍ minntist þess í máli sínu að þegar Síminn var seldur hafi átt að byggja hátæknisjúkrahús fyrir söluandvirðið.

„Þeir peningar hafa væntanlega gufað upp í „money-heaven,“ sagði Drífa. „Hér á landi eru margfalt fleiri sem veigra sér við að sækja sér heilbrigðisþjónustu en í löndunum sem við berum okkur saman við, sagði hún. Ástæðan væri tekjutengd og það gæti haft alvarlegar afleiðingar að sinna ekki forvörnum.

„Þeir peningar hafa væntanlega gufað upp í „money-heaven““

Drífa sagði að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna tækju sífellt meiri þátt í kostnaði sem ætti í raun að vera á ábyrgð hins opinbera. „Sjóðirnir eru í síauknum mæli að taka á sig ábyrgð heilbrigðiskerfisins,“ sagði Drífa sem sagði þetta slæma þróun og nefndi sem dæmi að margir slíkir sjóðir halda úti íbúðum í borginni fyrir langveika félagsmenn sína.

Einkarekstur sprettur upp eins og gorkúla

Eftir kreppu dró úr opinberri fjármögnun til heilsugæslunnar og á sama tíma jókst fjármagn til einkarekinna læknastofa. Þetta kom fram í máli Birgis Jakobssonar aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „Þegar Landspítalinn dregur niður er eins og spretti upp gorkúla fyrir utan þetta sem veldur því að sparnaðurinn er takmarkaður,“ sagði Birgir.

Birgir JakobssonVið sátum uppi með mjög brotakennt kerfi. Sérfræðingar leituðu út fyrir Landspítalann til að sjá um sjúklinga sem áður höfðu verið á spítalanum, sagði Birgir.

„Við sátum uppi með mjög brotakennt kerfi. Sérfræðingar leituðu út fyrir Landspítalann til að sjá um sjúklinga sem áður höfðu verið á spítalanum. Þar fengu þeir oft betri vinnuaðstöðu, betri vinnutíma og hærri tekjur. Landspítalinn fór að veita minni þjónustu sem þýddi að þeir sjúklingar sem þurftu á þjónustu margra starfsstétta að halda fengu verri þjónustu, því þeir þurftu að sækja hana á margar starfsstöðvar úti í bæ. Framboðið af sérfræðingum hefur stýrt þessari þróun, ekki þarfir sjúklinga,“ sagði Birgir. Hann sagði það vera yfirlýsta stefnu ráðherra að snúa þessari þróun við. 

Jafnmikil aukning til LSH og sérfræðilækna

Birgir fór yfir breytingar á ríkisframlagi til heilbrigðismála á milli áranna 2017 - 2020. Framlög til Landspítala hafa aukist um 11% á þessu tímabili og sama aukning hefur verið á framlögum til sérgreinalækna. Aukningin til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 24%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár