Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heilbrigðiskerfið sjúkdómsgreint: Niðurskurður býr til meiri kostnað

For­stjóri Land­spít­al­ans kall­ar eft­ir þjóðar­átaki í heil­brigð­is­mál­um. Sjúkra­sjóð­ir stétt­ar­fé­lag­anna taka í sí­aukn­um mæli á sig verk­efni sem heil­brigðis­kerf­inu ber að sinna sam­kvæmt lög­um og heil­brigðis­kerf­ið býð­ur upp á of marg­ar gagns­laus­ar með­ferð­ir. Þetta er með­al þess sem fram kom á fundi um fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins, sem hald­inn var á veg­um ASÍ og BSRB í morg­un.

Heilbrigðiskerfið sjúkdómsgreint: Niðurskurður býr til meiri kostnað
Á Landspítala Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna taka í síauknum mæli á sig verkefni sem heilbrigðiskerfinu ber að sinna samkvæmt lögum. Á sama tíma og fjármagn til Landspítala var skorið niður jókst kostnaður ríkisins vegna þjónustu einkarekinna læknastofa. 20-40% af kostnaði við heilbrigðiskerfið fer í súginn og heilbrigðiskerfið býður upp á of margar gagnslausar meðferðir. Forstjóri Landspítala kallar eftir þjóðarátaki í heilbrigðismálum.

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi um fjármögnun heilbrigðiskerfisins, sem haldinn var á vegum ASÍ og BSRB í morgun.

Drífa SnædalSagði að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna tækju í síauknum mæli á sig kostnað, sem ætti að vera á ábyrgð hins opinbera.

Drífa Snædal forseti ASÍ minntist þess í máli sínu að þegar Síminn var seldur hafi átt að byggja hátæknisjúkrahús fyrir söluandvirðið.

„Þeir peningar hafa væntanlega gufað upp í „money-heaven,“ sagði Drífa. „Hér á landi eru margfalt fleiri sem veigra sér við að sækja sér heilbrigðisþjónustu en í löndunum sem við berum okkur saman við, sagði hún. Ástæðan væri tekjutengd og það gæti haft alvarlegar afleiðingar að sinna ekki forvörnum.

„Þeir peningar hafa væntanlega gufað upp í „money-heaven““

Drífa sagði að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna tækju sífellt meiri þátt í kostnaði sem ætti í raun að vera á ábyrgð hins opinbera. „Sjóðirnir eru í síauknum mæli að taka á sig ábyrgð heilbrigðiskerfisins,“ sagði Drífa sem sagði þetta slæma þróun og nefndi sem dæmi að margir slíkir sjóðir halda úti íbúðum í borginni fyrir langveika félagsmenn sína.

Einkarekstur sprettur upp eins og gorkúla

Eftir kreppu dró úr opinberri fjármögnun til heilsugæslunnar og á sama tíma jókst fjármagn til einkarekinna læknastofa. Þetta kom fram í máli Birgis Jakobssonar aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „Þegar Landspítalinn dregur niður er eins og spretti upp gorkúla fyrir utan þetta sem veldur því að sparnaðurinn er takmarkaður,“ sagði Birgir.

Birgir JakobssonVið sátum uppi með mjög brotakennt kerfi. Sérfræðingar leituðu út fyrir Landspítalann til að sjá um sjúklinga sem áður höfðu verið á spítalanum, sagði Birgir.

„Við sátum uppi með mjög brotakennt kerfi. Sérfræðingar leituðu út fyrir Landspítalann til að sjá um sjúklinga sem áður höfðu verið á spítalanum. Þar fengu þeir oft betri vinnuaðstöðu, betri vinnutíma og hærri tekjur. Landspítalinn fór að veita minni þjónustu sem þýddi að þeir sjúklingar sem þurftu á þjónustu margra starfsstétta að halda fengu verri þjónustu, því þeir þurftu að sækja hana á margar starfsstöðvar úti í bæ. Framboðið af sérfræðingum hefur stýrt þessari þróun, ekki þarfir sjúklinga,“ sagði Birgir. Hann sagði það vera yfirlýsta stefnu ráðherra að snúa þessari þróun við. 

Jafnmikil aukning til LSH og sérfræðilækna

Birgir fór yfir breytingar á ríkisframlagi til heilbrigðismála á milli áranna 2017 - 2020. Framlög til Landspítala hafa aukist um 11% á þessu tímabili og sama aukning hefur verið á framlögum til sérgreinalækna. Aukningin til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið 24%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár