Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Telur lífi trans barna ógnað

Fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ´78 seg­ir að for­eldr­ar trans barna séu sum hver með börn­in sín á sjálfs­vígs­vakt og séu mjög skelfd um þau eft­ir að þjón­ustu­teymi Barna- og ung­linga­geð­deild­ar var lagt nið­ur.

Telur lífi trans barna ógnað
Óttast um velferð barna Daneíel E. Arnarsson, frmakvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir að með því að búið sé að leggja niður transteymi BUGL sé bæði verið að brjóta á réttindum barna og einnig verið að brjóta lög. Mynd: Davíð Þór

Foreldrar trans barna óttast um velferð barna sinna eftir að þjónustuteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, sem sinnt hefur þeim börnum var lagt niður í byrjun árs. Dæmi eru um foreldra sem hafa haft börn sín á sjálfsvígsvakt sem nú eru mjög uggandi.

Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 gagnrýnir stjórnvöld og yfirstjórn Landspítala harðlega og bendir á að lögum samkvæmt skuli teymi sem þetta vera starfandi á BUGL. Lögin sem mæli fyrir um það, lög um kynrænt sjálfræði, séu ekki nema ríflega hálfs árs gömul og það sé ekki nóg að setja lög til að láta Ísland líta vel út á regnbogakortum, það þurfti að framfylgja þeim.

Í byrjun ársins fengu foreldrar trans barna upplýsingar um að teymi sem hélt utan um þjónustu fyrir trans börn á BUGL hefði verið lagt niður. Eftir því sem Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir Stundinni hafa 45 eða 46 börn verið í virkri þjónustu hjá BUGL vegna kynvitundar sinnar eða kyntjáningar. Mörg þeirra barna eru á viðkvæmu stigi í þroska og kynþroski þeirra að bresta á. Niðurlagning teymisins veldur þeim börnum og fjölskyldum þeirra því mikilli angist og vanlíðan.

Foreldrar fengu áfall

Daníel segir að rannsóknir sýni fram á að trans börn séu gríðarlega viðkvæmur hópur, sem sé útsettur fyrir andlegri vanlíðan, í aukinni hættu er varðar sjálfskaða og tíðni sjálfsvíga sé marktækt hærri hjá þeim en öðrum viðmiðunarhópum. „Við höfum mikið bent á kanadíska rannsókn sem var gerð fyrir ekki svo mörgum árum því hún er bæði stór, með stórt þýði og mikla svörun. Í henni kemur skýrt fram að það að trans börn njóti viðurkenningar og að það að þau fái sérfræðiþjónustu, eins og þá sem þeim var veitt á BUGL, eru lykilþættir til að vinna gegn vanlíðan þeirra, að draga úr sjálfskaða og draga úr sjálfsvígshættu. Það eru úti í þjóðfélaginu foreldrar sem hafa verið með börnin sín á sjálfsvígsvakt og eru mjög hrædd um þau, eftir að þjónustuteymið var lagt niður. Foreldrar fengu áfall í janúar þegar þau fengu þessar fréttir.“

„Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim“

Samtökin ´78, Trans Ísland og Trans vinir, hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi, hafa af þessu tilefni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á yfirvöld heilbrigðismála að bregðast tafarlaust við og sjá til þess að þjónustan bjóðist áfram.

Daníel segir að enginn hafi búist við að svona myndi fara, þó vitað hafi verið að staðan væri viðkvæm. „Að BUGL og Landspítalinn skuli vera svona fátæk af starfsfólki og ekki samkeppnishæf varðandi launagreiðslur, ég held að enginn hafi búist við því að staðan væri svona veik. Staðan er enn erfiðari en ætla mætti í raun, heilbrigðisráðherra getur ekki leyst hana á morgun þó hún myndi veita hálfum milljarði til verksins því í allt of langan tíma hefur hlutunum verið leyft að drabbast niður. Það hefur orðið gríðarlegur spekileki af BUGL og það hefur ekki tekist að byggja þar upp stofnanaminni hvað þennan málaflokk varðar.“

Verið er að brjóta lög

Daníel bendir á að stjórnvöld séu með þessu að brjóta nýsett lög um kynrænt sjálfræði. Í lögunum segir: Á barna- og unglingageðdeild Landspítala skal starfa teymi sérfræðinga um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni. Daníel segir ótrúlegt að ekki hafi liðið lengri tími en hálft ár frá setningu laganna og þar til þessari stöðu hafi verið leyft að koma upp. „Það sem pirrar mig hvað mest er að í lögunum sem tóku gildi 1. júlí í fyrra, það er ekki lengra síðan, kemur skýrt fram að það eigi að vera starfandi teymi sem þetta. Það er verið að brjóta lög og það er verið að brjóta á réttindum trans barna. Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár