Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telur lífi trans barna ógnað

Fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ´78 seg­ir að for­eldr­ar trans barna séu sum hver með börn­in sín á sjálfs­vígs­vakt og séu mjög skelfd um þau eft­ir að þjón­ustu­teymi Barna- og ung­linga­geð­deild­ar var lagt nið­ur.

Telur lífi trans barna ógnað
Óttast um velferð barna Daneíel E. Arnarsson, frmakvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir að með því að búið sé að leggja niður transteymi BUGL sé bæði verið að brjóta á réttindum barna og einnig verið að brjóta lög. Mynd: Davíð Þór

Foreldrar trans barna óttast um velferð barna sinna eftir að þjónustuteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, sem sinnt hefur þeim börnum var lagt niður í byrjun árs. Dæmi eru um foreldra sem hafa haft börn sín á sjálfsvígsvakt sem nú eru mjög uggandi.

Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 gagnrýnir stjórnvöld og yfirstjórn Landspítala harðlega og bendir á að lögum samkvæmt skuli teymi sem þetta vera starfandi á BUGL. Lögin sem mæli fyrir um það, lög um kynrænt sjálfræði, séu ekki nema ríflega hálfs árs gömul og það sé ekki nóg að setja lög til að láta Ísland líta vel út á regnbogakortum, það þurfti að framfylgja þeim.

Í byrjun ársins fengu foreldrar trans barna upplýsingar um að teymi sem hélt utan um þjónustu fyrir trans börn á BUGL hefði verið lagt niður. Eftir því sem Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir Stundinni hafa 45 eða 46 börn verið í virkri þjónustu hjá BUGL vegna kynvitundar sinnar eða kyntjáningar. Mörg þeirra barna eru á viðkvæmu stigi í þroska og kynþroski þeirra að bresta á. Niðurlagning teymisins veldur þeim börnum og fjölskyldum þeirra því mikilli angist og vanlíðan.

Foreldrar fengu áfall

Daníel segir að rannsóknir sýni fram á að trans börn séu gríðarlega viðkvæmur hópur, sem sé útsettur fyrir andlegri vanlíðan, í aukinni hættu er varðar sjálfskaða og tíðni sjálfsvíga sé marktækt hærri hjá þeim en öðrum viðmiðunarhópum. „Við höfum mikið bent á kanadíska rannsókn sem var gerð fyrir ekki svo mörgum árum því hún er bæði stór, með stórt þýði og mikla svörun. Í henni kemur skýrt fram að það að trans börn njóti viðurkenningar og að það að þau fái sérfræðiþjónustu, eins og þá sem þeim var veitt á BUGL, eru lykilþættir til að vinna gegn vanlíðan þeirra, að draga úr sjálfskaða og draga úr sjálfsvígshættu. Það eru úti í þjóðfélaginu foreldrar sem hafa verið með börnin sín á sjálfsvígsvakt og eru mjög hrædd um þau, eftir að þjónustuteymið var lagt niður. Foreldrar fengu áfall í janúar þegar þau fengu þessar fréttir.“

„Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim“

Samtökin ´78, Trans Ísland og Trans vinir, hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi, hafa af þessu tilefni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á yfirvöld heilbrigðismála að bregðast tafarlaust við og sjá til þess að þjónustan bjóðist áfram.

Daníel segir að enginn hafi búist við að svona myndi fara, þó vitað hafi verið að staðan væri viðkvæm. „Að BUGL og Landspítalinn skuli vera svona fátæk af starfsfólki og ekki samkeppnishæf varðandi launagreiðslur, ég held að enginn hafi búist við því að staðan væri svona veik. Staðan er enn erfiðari en ætla mætti í raun, heilbrigðisráðherra getur ekki leyst hana á morgun þó hún myndi veita hálfum milljarði til verksins því í allt of langan tíma hefur hlutunum verið leyft að drabbast niður. Það hefur orðið gríðarlegur spekileki af BUGL og það hefur ekki tekist að byggja þar upp stofnanaminni hvað þennan málaflokk varðar.“

Verið er að brjóta lög

Daníel bendir á að stjórnvöld séu með þessu að brjóta nýsett lög um kynrænt sjálfræði. Í lögunum segir: Á barna- og unglingageðdeild Landspítala skal starfa teymi sérfræðinga um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni. Daníel segir ótrúlegt að ekki hafi liðið lengri tími en hálft ár frá setningu laganna og þar til þessari stöðu hafi verið leyft að koma upp. „Það sem pirrar mig hvað mest er að í lögunum sem tóku gildi 1. júlí í fyrra, það er ekki lengra síðan, kemur skýrt fram að það eigi að vera starfandi teymi sem þetta. Það er verið að brjóta lög og það er verið að brjóta á réttindum trans barna. Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár