Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði

Mikll laxa­dauði hef­ur ver­ið í kví­um Arn­ar­lax í Arnar­firði vegna erfiðra að­stæðna síð­ustu vik­urn­ar. Gísli Jóns­son hjá Mat­væla­stofn­un seg­ir að­stæð­urn­ar ein­stak­ar. Nóta­skip feng­ið frá Eyj­um til að dæla dauð­um eld­islaxi úr kví­um Arn­ar­lax.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði
100 tonn af dauðum laxi Um 100 tonn af dauðum eldislaxi eru í kvíum Arnarlax í Arnarfirði. Myndin sýnir eldisví en tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Nótaskipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum er nú notað til að hreinsa sjókvíar laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði af dauðum eldislaxi.  4.000 tonn af laxi er í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Um er að ræða á að giska 100 tonn af dauðum laxi samkvæmt samkvæmt Gísla Jónssyni, yfirmanni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem fylgst hefur með hverju skrefi Arnarlax á síðustu dögum vegna erfiðra aðstæðna sem komið hafa upp í rekstri fyrirtækisins í Arnarfirði. 

Mikll laxadauði hefur verið í kvíunum upp á síðkastið og safnast dauður eldislax sem kominn er í sláturstærð, 6 til 9 kíló, fyrir á botni kvíanna. Hefur verið brugðið á það ráð að fá skipið frá Vestmannaeyjum til að hreinsa kvíarnar af dauða laxinum.  

Óheillaþróun en gott samráðGísli segir að þróunin hjá Arnarlaxi hafi verið slæm vegna ýmis konar aðstæðna en að gott samráð sé milli Matvælastofnunar og fyrirtækisins.

„Með því versta“ á Vestfjörðum

Gísli Jónsson segir að mikið og gott samráð hafi verið á milli Arnarlax og Matvælastofnunar í málinu. „Við erum búnir að fylgjast mjög vel með þróun mála. Þetta hefur verið smá óheillaþróun og það hefur margt lagst á eitt að skapa erfiðar aðstæður. Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun. Við höfum lagt blessun okkar yfir það að fá skip til að hreinsa upp dauðan fisk. Þetta er aðallega ein kví þar sem er dauður fiskur. Þetta mun létta á þeirri kví,“ segir Gísli þegar hann er spurður um aðkomu Matvælastofnunar að því að fá Sighvat Bjarnason til að hreinsa upp dauða eldislaxinn úr kvíunum. 

Gísli segir að laxadauðinn sé með því versta sem hann hafi orðið vitni að á Vestfjörðum eftir að Arnarlax hóf starfsemi þar. „Þá er best að fá bara öflugt skip til að dæla fiskinum upp á meðan hann er sem ferskastur til að hægt sé að nýta hann,“ segir Gísli.

Tekið skal fram, til að forðast misskilning, að dauði eldislaxinn sem er plokkaður upp úr kvíunum er nýttur í fiskimjöl og annað slíkt en ekki til manneldis.

Gísli skýtur á að um sé að ræða um það bil 100 tonn af eldislaxi sem hafi drepist.  „Ég held að það borgi sig ekkert að vera að skjóta á hvað þetta er mikið en líklega eru þetta um 100 tonn. Þetta er spíralll sem er fljótur að vinda upp á sig. Þessi rekstur má ekki við svona veðri,“ segir hann. 

Gísli talar um að samráð Matvælastofnunar hafi aukist mikið eftir að nýr forstjóri tók við forstjórastarfinu hjá Arnarlaxi. „Það er mjög gott samráð á milli okkar og Arnarlax. Nýi forstjórinn Björn Hemre hringir jafnvel oft á dag og þeir vilja hafa allt á hreinu sín megin. Þau eiga allt hrós skilið,“ segir Gísli. 

Hjálpar til með dauða eldislaxinnSkipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum hjálpar til við að losa dauða laxinn úr eldiskvíunum í Arnarfirði.

Nótnaskipið Sighvatur BjarnasonSkipið sem hreinsar upp dauða eldislaxinn sést hér á mynd frá Marine Traffic fyrir utan Bíldudal.

Framkvæmdastjórinn vill ekki tjá sig

Á heimasíðum þar sem fylgjast má með umferð skipa sést að Sighvatur Bjarnason, sem er í eigu útgerðarinnar Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, er staðsettur upp í harða landi í Arnarfirði.

Aðspurður um hvort Huginn hafi leigt skipið til Arnarlax til að hreinsa dauðan lax upp úr eldiskvíum segir Páll Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri að hann tjái sig ekki um málið. „Ég hef ekkert með þetta að gera. Ég svara þessu bara ekki,“ segir Páll í símasamtali. Sighvatur Bjarnason veiðir að öllu jöfnu loðnu og síld í nót en það eru slík skip sem stundum eru notuð til að hreinsa eldiskvíar af dauðum fiskum. 

Stundin hefur heimildir fyrir því að ferðir Sighvats Bjarnasonar, sem sigldi frá Eyjum til Vestfjarða, hafi helst ekki átt að fara hátt. 

Mogginn: Mikill laxadauði

Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að mikill laxadauði hefði átt sér stað í kvíunum í Arnarfirði vegna erfiðra aðstæðna, kulda og óveðurs. Blaðið sagði slátrunin hafa legið niðri þó fiskurinn væri kominn í eldisstærð.

Áðurnefndur Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, sagði þá að sláturfiskur hefði hlaðist upp án þess að hægt væri að gera eitthvað í því. „Við höf­um séð að það hef­ur stefnt í óefni út af því að það hef­ur hlaðist upp slát­ur­lax,“ sagði hann í samtali við blaðið. 

Gísli lýsti því svo hvernig sambland af kulda og vondu veðri getur skapað skilyrði sem erfitt er við að eiga fyrir laxeldisfyrirtækin þannig að bakteríur byrji að grassera í eldiskvíunum sem auka og hraða laxadauðanum. „Síðan við þess­ar aðstæður, þegar hiti í sjó er kom­inn niður í tvær og hálfa gráðu vill fisk­ur­inn oft færa sig niður og þegar þess­ar óveðurs­lægðir eru svona djúp­ar þá eru straum­köst­in al­veg gíf­ur­leg. Við þess­ar aðstæður er lít­ill hluti fisks­ins sem nudd­ar sér við nót­ina og það er nóg til þess að bakt­erí­ur og ákveðnir sýkl­ar sem valda sár­um kom­ist í fisk­inn. Það get­ur leitt til dauða á ein­hverj­um vik­um,“ sagði Gísli við Morgunblaðið. 

Dælingin á dauða laxinum úr eldiskvíunum er svo næsta skrefið í þeirri óheillaþróun sem Gísli lýsti þarna. 

Ekki náðist í Björn Hemre, forstjóra Arnarlax, fyrir birtingu fréttarinnar þar sem hann var á fundi.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti eigandi Arnarlax, segir að laxadauðinn sé svipaður og hjá fyrirtækinu í fyrra. „Mér virðist þetta vera svipað og í fyrra en er þó heldur fyrr á ferðinni,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár