Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði

Mikll laxa­dauði hef­ur ver­ið í kví­um Arn­ar­lax í Arnar­firði vegna erfiðra að­stæðna síð­ustu vik­urn­ar. Gísli Jóns­son hjá Mat­væla­stofn­un seg­ir að­stæð­urn­ar ein­stak­ar. Nóta­skip feng­ið frá Eyj­um til að dæla dauð­um eld­islaxi úr kví­um Arn­ar­lax.

Dælir upp 100 tonnum af dauðum eldislaxi úr kvíunum í Arnarfirði
100 tonn af dauðum laxi Um 100 tonn af dauðum eldislaxi eru í kvíum Arnarlax í Arnarfirði. Myndin sýnir eldisví en tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Nótaskipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum er nú notað til að hreinsa sjókvíar laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði af dauðum eldislaxi.  4.000 tonn af laxi er í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Um er að ræða á að giska 100 tonn af dauðum laxi samkvæmt samkvæmt Gísla Jónssyni, yfirmanni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem fylgst hefur með hverju skrefi Arnarlax á síðustu dögum vegna erfiðra aðstæðna sem komið hafa upp í rekstri fyrirtækisins í Arnarfirði. 

Mikll laxadauði hefur verið í kvíunum upp á síðkastið og safnast dauður eldislax sem kominn er í sláturstærð, 6 til 9 kíló, fyrir á botni kvíanna. Hefur verið brugðið á það ráð að fá skipið frá Vestmannaeyjum til að hreinsa kvíarnar af dauða laxinum.  

Óheillaþróun en gott samráðGísli segir að þróunin hjá Arnarlaxi hafi verið slæm vegna ýmis konar aðstæðna en að gott samráð sé milli Matvælastofnunar og fyrirtækisins.

„Með því versta“ á Vestfjörðum

Gísli Jónsson segir að mikið og gott samráð hafi verið á milli Arnarlax og Matvælastofnunar í málinu. „Við erum búnir að fylgjast mjög vel með þróun mála. Þetta hefur verið smá óheillaþróun og það hefur margt lagst á eitt að skapa erfiðar aðstæður. Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun. Við höfum lagt blessun okkar yfir það að fá skip til að hreinsa upp dauðan fisk. Þetta er aðallega ein kví þar sem er dauður fiskur. Þetta mun létta á þeirri kví,“ segir Gísli þegar hann er spurður um aðkomu Matvælastofnunar að því að fá Sighvat Bjarnason til að hreinsa upp dauða eldislaxinn úr kvíunum. 

Gísli segir að laxadauðinn sé með því versta sem hann hafi orðið vitni að á Vestfjörðum eftir að Arnarlax hóf starfsemi þar. „Þá er best að fá bara öflugt skip til að dæla fiskinum upp á meðan hann er sem ferskastur til að hægt sé að nýta hann,“ segir Gísli.

Tekið skal fram, til að forðast misskilning, að dauði eldislaxinn sem er plokkaður upp úr kvíunum er nýttur í fiskimjöl og annað slíkt en ekki til manneldis.

Gísli skýtur á að um sé að ræða um það bil 100 tonn af eldislaxi sem hafi drepist.  „Ég held að það borgi sig ekkert að vera að skjóta á hvað þetta er mikið en líklega eru þetta um 100 tonn. Þetta er spíralll sem er fljótur að vinda upp á sig. Þessi rekstur má ekki við svona veðri,“ segir hann. 

Gísli talar um að samráð Matvælastofnunar hafi aukist mikið eftir að nýr forstjóri tók við forstjórastarfinu hjá Arnarlaxi. „Það er mjög gott samráð á milli okkar og Arnarlax. Nýi forstjórinn Björn Hemre hringir jafnvel oft á dag og þeir vilja hafa allt á hreinu sín megin. Þau eiga allt hrós skilið,“ segir Gísli. 

Hjálpar til með dauða eldislaxinnSkipið Sighvatur Bjarnason frá Vestmannaeyjum hjálpar til við að losa dauða laxinn úr eldiskvíunum í Arnarfirði.

Nótnaskipið Sighvatur BjarnasonSkipið sem hreinsar upp dauða eldislaxinn sést hér á mynd frá Marine Traffic fyrir utan Bíldudal.

Framkvæmdastjórinn vill ekki tjá sig

Á heimasíðum þar sem fylgjast má með umferð skipa sést að Sighvatur Bjarnason, sem er í eigu útgerðarinnar Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, er staðsettur upp í harða landi í Arnarfirði.

Aðspurður um hvort Huginn hafi leigt skipið til Arnarlax til að hreinsa dauðan lax upp úr eldiskvíum segir Páll Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri að hann tjái sig ekki um málið. „Ég hef ekkert með þetta að gera. Ég svara þessu bara ekki,“ segir Páll í símasamtali. Sighvatur Bjarnason veiðir að öllu jöfnu loðnu og síld í nót en það eru slík skip sem stundum eru notuð til að hreinsa eldiskvíar af dauðum fiskum. 

Stundin hefur heimildir fyrir því að ferðir Sighvats Bjarnasonar, sem sigldi frá Eyjum til Vestfjarða, hafi helst ekki átt að fara hátt. 

Mogginn: Mikill laxadauði

Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að mikill laxadauði hefði átt sér stað í kvíunum í Arnarfirði vegna erfiðra aðstæðna, kulda og óveðurs. Blaðið sagði slátrunin hafa legið niðri þó fiskurinn væri kominn í eldisstærð.

Áðurnefndur Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, sagði þá að sláturfiskur hefði hlaðist upp án þess að hægt væri að gera eitthvað í því. „Við höf­um séð að það hef­ur stefnt í óefni út af því að það hef­ur hlaðist upp slát­ur­lax,“ sagði hann í samtali við blaðið. 

Gísli lýsti því svo hvernig sambland af kulda og vondu veðri getur skapað skilyrði sem erfitt er við að eiga fyrir laxeldisfyrirtækin þannig að bakteríur byrji að grassera í eldiskvíunum sem auka og hraða laxadauðanum. „Síðan við þess­ar aðstæður, þegar hiti í sjó er kom­inn niður í tvær og hálfa gráðu vill fisk­ur­inn oft færa sig niður og þegar þess­ar óveðurs­lægðir eru svona djúp­ar þá eru straum­köst­in al­veg gíf­ur­leg. Við þess­ar aðstæður er lít­ill hluti fisks­ins sem nudd­ar sér við nót­ina og það er nóg til þess að bakt­erí­ur og ákveðnir sýkl­ar sem valda sár­um kom­ist í fisk­inn. Það get­ur leitt til dauða á ein­hverj­um vik­um,“ sagði Gísli við Morgunblaðið. 

Dælingin á dauða laxinum úr eldiskvíunum er svo næsta skrefið í þeirri óheillaþróun sem Gísli lýsti þarna. 

Ekki náðist í Björn Hemre, forstjóra Arnarlax, fyrir birtingu fréttarinnar þar sem hann var á fundi.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og einn stærsti eigandi Arnarlax, segir að laxadauðinn sé svipaður og hjá fyrirtækinu í fyrra. „Mér virðist þetta vera svipað og í fyrra en er þó heldur fyrr á ferðinni,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár