Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Mik­il um­ræða hef­ur ver­ið í Nor­egi um að efna­hags­brota­deild­in Ökokrim geti ekki sinnt eft­ir­lits- og rann­sókn­ar­hlut­verki sínu. Deild­in hef­ur Sam­herja­mál­ið til rann­sókna út af mögu­legu pen­inga­þvætti í gegn­um DNB. Svip­uð gagn­rýni hef­ur ver­ið uppi á Ís­landi.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega
Norska efnahagbrotadeilin gagnrýnd Norska efnahagsbrotadeildin Ökokrim hefur verið gagnrýnd harðlega í norskum fjölmiðlum síðustu vikurnar fyrir að sinna ekki hlutverki sínu í peningaþvættismálum. Ökokrim rannsakar nú Samherjamálið. Á myndinni má sjá starfandi og fyrrverandi forstjóra Samherja, Björgólf Jóhannsson og Þorstein Má Baldvinsson. Mynd: Vísir/Sigurjón

Norska efnahagsbrotadeildin Ökokrim, sem nú rannsakar peningaþvættishluta Samherjamálsins í Namibíu, er gagnrýnd harkalega í norskum fjölmiðlum fyrir aðgerðaleysi í málum sem varða peningaþvætti. Norskir bankar senda mörg tilfelli um athugaverðar millifærslur á peningum eða meint peningaþvætti til Ökokrim en lítið kemur út úr rannsóknunum. 

Í fyrra fékk Ökökrim 11.564 tilkynningar um athugaverðar millifærslur frá norskum bönkum, millifærslur frá Samherja til félagsins Cape Cod í skattaskjólinu Marshall-eyjum er eitt af þessum tilfellum, en einungis tólf tilfelli voru send áfram í rannsókn hjá lögreglunni í Noregi. 

Ekki hefur spurst meira af rannsókninin á Samherja hjá Ökökrim eftir að embættið gaf það út að fjármagnstilfærslur Samherja í gegnum DNB væru til rannsóknar þar á bæ eftir umfjallarnir Stundarinnar, Kveiks, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra um mútugreiðslur Samherja í Namibíu og fjármagnsflutninga víða um lönd.

Hluti af gagnrýninni á Ökokrim kemur frá fyrrverandi yfirmanni peningaþvættisrannsókna hjá DNB bankanum, Roar Østby, sem hætti í bankanum fyrir jól en hann hefur sagt að það þjóni engum tilgangi að láta embættið vita af athugaverðum millifærslum. „Það þjónar engum tilgangi að hringja í Økokrim,“ sagði hann í viðtali við Dagens Næringsliv þann 23. janúar.

„Það þjónar engum tilgangi að hringja í Økokrim“ 

Skortur á fjármagniStarfandi forstjóri Ökokrim, Hedvig Moe, segir að skortur á fjármagni hamli rannsóknum embættisins á peningaþvætti.

Einungis 17 vinna við peningaþvætti

Starfandi forstjóri Ökokrim, Hedvig Moe, svarar fyrir þessa gagnrýni í Dagens Næringsliv í dag og bendir á að hjá embættinu starfi einungis 17 manns sem vinna við rannsóknir á peningaþvætti og að embættið komist hreinlega ekki yfir meira en það gerir. Til samanburðar starfa 400 manns við eftirlit með peningaþvætti í bara DNB-bankanum, sem er einungis einn af bönkum Noregs en jafnframt sá stærsti.

Í viðtalinu segir Hedvig Moe að Ökokrim geti einfaldlega ekki keppt við einkaðila eins og banka þegar kemur að mannafla sem vinnur við peningaþvættisrannsóknir og að þar af leiðandi geti hún skilið að litið sé á embættið sem flöskuháls í slíkum rannsóknum því bankarnir hafi einfaldlega yfir að ráða svo miklu fleiri starfsmönnum sem sendi svo mikinn fjölda mála til embættisins sem það svo hefur ekki mannafla til að sinna. „Við sjáum auðvitað að það er mikill munur á þeim fjármunum sem lögreglan hefur yfir að ráða og eftirlitsaðilar, ekki síst er munurinn mikill á milli lögreglunnar og einkaðila. Þegar lögreglan hefur minna fjármagn en eftirlitsaðilar þá getur einhver litið á okkur sem flöskuháls,“ segir Hedvig Moe.

„Við gerðum það sem við gátum með það sem við höfð­um“

Svipuð gagnrýni á Íslandi

Varnir og aðgerðir Íslands gegn peningaþvætti hafa verið lélegar í gegnum tíðina og leiddi þetta meðal annars til þess að Ísland var sett á gráa lista FATF (Financial Action Task Force) á síðasta ári. Aðeins einn maður á skrifstofu Ríkislögreglustjóra sá um þennan málaflokk allt fram til ársins 2015 þegar eftirlit með peningaþvætti var fært yfir til embættis héraðssaksóknara. Í dag starfa átta hjá embætti héraðssaksóknara við eftirlit gegn peningaþvætti, samanborið við til dæmis sautján hjá norska Ökokrim. 

Fyrrverandi æðsti yfirmaður efnahagsbrotarannsókna á Íslandi, Helgi Magnús Gunnarssonar, hefur sagt að lítill áhugi hafi verið á því að efla rannsóknir á efnahagsbrotum á Íslandi á þeim tíma sem hann stýrði málaflokknum hjá ríkislögreglustjóra, 2007 til 2010.

„Stjórn­mála­menn réðu þessu eins og oft­ast með ákvörð­unum sínum um fjár­veit­ing­ar. Það hafði eng­inn áhuga á að leggja manni lið í þessu þegar eftir því var leit­að. Menn sem læra allt sem þeir vita um lög­gæslu af því að horfa á amer­íska löggu­þætti, hafa fullan skiln­ing ef það þarf að kaupa riffla eða annan búnað fyrir sér­sveit, en engan þegar skiln­ing­ur­inn kallar á vits­muna­lega þekk­ingu og þeir þurfa að lesa sér til. Þetta átti við um rann­sóknir efna­hags­brota yfir það heila. Svo allt í einu vökn­uðu menn við hrunið og fóru að skilja að kannski gætu refsilaga­brot í atvinnu­líf­inu haft afleið­ingar jafn vel fyrir þá sjálfa. En að ein­hver hafi haft áhuga á að hlusta á okkur sem höfðum á þessu þekk­ingu, það var ekki. Við gerðum það sem við gátum með það sem við höfð­um,“ hefur vefmiðillinn Kjarninn meðal annars haft eftir Helga Magnúsi í umfjöllununum sínum um slælegt eftirlit með peningaþvætti á Íslandi. 

„Það er orðið fullmannað hjá okkur í þessum málaflokki, 8 starfsmenn“ 

8 starfsmenn í peningaþvættinu8 starfsmenn vinna nú við eftirlit með peningaþvætti hjá embætti héraðssakóknara sem Ólafur Hauksson stýrir.

Tikynningar meira en tífaldast

Í svörum sem Stundin hefur birt frá Ólafi Haukssyni, héraðssaksóknara í Reykjavík og áður sérstökum saksóknara, kemur fram að mikil aukning hafi verið í tilkynningum um meint peningaþvætti á Íslandi á milli áranna 2016 og 2018. Árið 2015 voru þessar tilkynningar 158, 2016 voru þær 655 talsins en árið 2018 voru þær orðnar 1.203.

Í fyrra voru tilkynningarnar orðnar á milli 1.900 og 2.000 segir Ólafur í samtali við Stundina. Því er um að ræða meira em tíföldun á tilkynningum um meint peningaþvætti á Íslandi á árunum 2015 til 2019 og á sama hefur átt sér stað áttföldun í fjölda þeirra starfsmanna sem sinna þessum málaflokki hjá efirlitsaðilum.

„Það er orðið fullmannað hjá okkur í þessum málaflokki, 8 starfsmenn,“ segir Ólafur Hauksson. Hann segir að unnið sé að því í samstarfi við eftirlitsaðila með peningaþvætti á Íslandi, meðal annars bönkunum, að koma upp samræmt tölvukerfi sem auðvelda muni að tilkynna um meint peningaþvætti í landinu. Ólafur segir að ráðgert sé að taka þetta tölvukerfi í notkun í apríl. 

Þessar tölur benda því til aukinnar meðvitundar um peningaþvætti í samfélaginu og eins að tilkynningaskyldir aðilar eins og bankar séu meira á tánum gagnvart meintum brotum sem fela í sér mögulegt peningaþvætti. Þegar litið er til þess að einungis einn starfsmaður sinnti eftirliti með peningaþvætti á Íslandi árið 2015 þá má segja að ýmislegt hafi gerst í málaflokknum á liðnum árum því nú eru þeir átta.

Rannsókn á Samherjamálinu stendur nú yfir hjá embætti héraðsaksóknara í Reykjavík en ekkert hefur spurst út um inntak rannsóknarinnar og að hverju hún beinist, hvort verið sé að rannsaka múturnar í Namibíu og eða fjármagnsflutninga Samherja sem gætu hafa falið í sér peningaþvætti eða eftir atvikum einnig aðra þætti í starfsemi útgerðarinnar. 

Út frá fréttum um rannsóknir á peningaþvætti í Noregi og Íslandi er hins vegar alveg ljóst að yfirvöld í báðum löndum hafa glímt við sams konar vandamál í rannsóknum sínum á peningaþvætti. Noregur og Ísland gera enn það sem löndin geta með það sem þau hafa svo vísað sé til orða Helga Magnúsar og reynt er að berja í brestina í vörnum gegn peningaþvætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár