Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja að fjölskyldufræðingur verði löggilt starfsheiti

Hver sem er get­ur titl­að sig fjöl­skyldu­fræð­ing og veitt ráð­gjöf sem slík­ur. Í nokk­ur ár hef­ur Fé­lag fjöl­skyldu­fræð­inga ár­ang­urs­laust reynt að fá lög­gild­ingu starfs­heit­is­ins. Land­lækn­ir álít­ur að ekki verði séð hvernig not­andi heil­brigð­is­þjón­ustu eigi hættu á að hljóta skaða af með­ferð fjöl­skyldu­fræð­inga. Því sé eng­in ástæða til að stétt­in heyri und­ir land­lækni.

Vilja að fjölskyldufræðingur verði löggilt starfsheiti
Fjölskylduhendur Fjölskyldufræðingar sinna meðal annars meðferðarvinnu með einstaklingum, fjölskyldu og parameðferð.

Fjölskyldufræðingur er ekki frekar en þerapisti eða ráðgjafi lögverndað starfsheiti þó að margir sem titla sig svo hafi háskólamenntun. Endurmenntun Háskóla Íslands býður þó sérnám í fjölskyldufræðum sem er tveggja ára nám á meistarastigi og jafnframt er starfrækt Fjölskyldufræðingafélag Íslands. Undanfarin ár hefur félagið unnið að því að fá löggildingu sem heilbrigðisstétt og hafa lög og siðareglur verið uppfærð með það í huga. 

Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir upplýsingum frá félaginu, í tengslum við greinaflokk um þerapista, ráðgjafa og aðra sem veita þjónustu, jafnvel við alvarlegum andlegum veikindum, án þess að hafa fagmenntun að baki. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfarið segir að flestir sem hafi aðild að því hafi lokið þriggja ára háskólanámi auk tveggja ára samfelldu framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð. Afar brýnt sé að fjölskyldufræðingur verði lögverndað starfsheiti. „Félagið telur mjög brýnt að starf og starfssvið fjölskyldufræðinga verði lögverndað. Mikilvægt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár