Fjölskyldufræðingur er ekki frekar en þerapisti eða ráðgjafi lögverndað starfsheiti þó að margir sem titla sig svo hafi háskólamenntun. Endurmenntun Háskóla Íslands býður þó sérnám í fjölskyldufræðum sem er tveggja ára nám á meistarastigi og jafnframt er starfrækt Fjölskyldufræðingafélag Íslands. Undanfarin ár hefur félagið unnið að því að fá löggildingu sem heilbrigðisstétt og hafa lög og siðareglur verið uppfærð með það í huga.
Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir upplýsingum frá félaginu, í tengslum við greinaflokk um þerapista, ráðgjafa og aðra sem veita þjónustu, jafnvel við alvarlegum andlegum veikindum, án þess að hafa fagmenntun að baki. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfarið segir að flestir sem hafi aðild að því hafi lokið þriggja ára háskólanámi auk tveggja ára samfelldu framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð. Afar brýnt sé að fjölskyldufræðingur verði lögverndað starfsheiti. „Félagið telur mjög brýnt að starf og starfssvið fjölskyldufræðinga verði lögverndað. Mikilvægt …
Athugasemdir