Dagur slæðunnar, eða World Hijab Day, var fyrst haldinn í New York árið 2013. Eftir því sem skipuleggjendur dagsins segja er honum nú fagnað í um tvö hundruð löndum. Það var Madhya Malik sem stóð fyrir fögnuðinum hér á landi þann 1. febrúar. Vonaðist hún til þess að með því ykist meðvitund um líf og tilveru múslimakvenna á Íslandi.

Hijab er nafn á þeirri tegund slæðu sem hylur eyru, háls, axlir og hár, eða hluta af hári, kvenna.
Stundin birti frétt um að til stæði að fagna deginum og voru mikil viðbrögð við henni. Af þeim mátti ráða að margir hafi mikla skoðun á því hvort konur gangi eða gangi ekki með slæður. Mörgum sem tjáðu sig þótti slíkur fögnuður ekki eiga erindi hér á landi, meðan …
Athugasemdir