Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kínverskt flugfélag aflýsir áætlunarflugi til Íslands

Frest­að vegna út­breiðslu Wu­h­an-kór­óna­veirunn­ar. Ís­lensk­ar ferða­skrif­stof­ur hafa hætt við ferð­ir til Kína eða bíða átekta.

Kínverskt flugfélag aflýsir áætlunarflugi til Íslands
Fresta flug fram í apríl Juneyao Air hefur fresta flug til landsins vegna Wuhan kórónaveirunnar. Mynd: Juneyao Air

Kínverska flugfélagið Juneyao Air, sem hugðist hefja áætlunarflug til Íslands í næsta mánuði hefur frestað jómfrúarflugi sínu hingað fram í apríl. Er það gert vegna heimsfaraldurs Wuhan-kórónaveirunnar sem geisar nú, einkum í Kína en einnig víðar. Þá hafa íslenskar ferðaskrifstofur ýmist fellt niður pakkaferðir sem búið var að selja í til Kína eða bíða átekta og fylgjast með.

Til stóð að Juneyao Air hæfi áætlunarflug hingað til lands allt að þrisvar í viku með vorinu. Fljúga átti frá borginni Sjanghæ hingað til Íslands með viðkomu í Helsinki í Finnlandi. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að Juneyao Air hafi verið búið að tryggja sér lendingartíma og þjónustu í Keflavík, og þegar hafi verið hafin sala á ferðum til landsins. Hins vegar hafi flugfélagið nú frestað öllu flugi til Íslands. Til stóð að fyrsta ferðin yrði farin 31. mars næstkomandi en búið er að fresta fyrsta fluginu til 25. apríl. „Samkvæmt okkar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár