Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kínverskt flugfélag aflýsir áætlunarflugi til Íslands

Frest­að vegna út­breiðslu Wu­h­an-kór­óna­veirunn­ar. Ís­lensk­ar ferða­skrif­stof­ur hafa hætt við ferð­ir til Kína eða bíða átekta.

Kínverskt flugfélag aflýsir áætlunarflugi til Íslands
Fresta flug fram í apríl Juneyao Air hefur fresta flug til landsins vegna Wuhan kórónaveirunnar. Mynd: Juneyao Air

Kínverska flugfélagið Juneyao Air, sem hugðist hefja áætlunarflug til Íslands í næsta mánuði hefur frestað jómfrúarflugi sínu hingað fram í apríl. Er það gert vegna heimsfaraldurs Wuhan-kórónaveirunnar sem geisar nú, einkum í Kína en einnig víðar. Þá hafa íslenskar ferðaskrifstofur ýmist fellt niður pakkaferðir sem búið var að selja í til Kína eða bíða átekta og fylgjast með.

Til stóð að Juneyao Air hæfi áætlunarflug hingað til lands allt að þrisvar í viku með vorinu. Fljúga átti frá borginni Sjanghæ hingað til Íslands með viðkomu í Helsinki í Finnlandi. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að Juneyao Air hafi verið búið að tryggja sér lendingartíma og þjónustu í Keflavík, og þegar hafi verið hafin sala á ferðum til landsins. Hins vegar hafi flugfélagið nú frestað öllu flugi til Íslands. Til stóð að fyrsta ferðin yrði farin 31. mars næstkomandi en búið er að fresta fyrsta fluginu til 25. apríl. „Samkvæmt okkar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár