Kínverska flugfélagið Juneyao Air, sem hugðist hefja áætlunarflug til Íslands í næsta mánuði hefur frestað jómfrúarflugi sínu hingað fram í apríl. Er það gert vegna heimsfaraldurs Wuhan-kórónaveirunnar sem geisar nú, einkum í Kína en einnig víðar. Þá hafa íslenskar ferðaskrifstofur ýmist fellt niður pakkaferðir sem búið var að selja í til Kína eða bíða átekta og fylgjast með.
Til stóð að Juneyao Air hæfi áætlunarflug hingað til lands allt að þrisvar í viku með vorinu. Fljúga átti frá borginni Sjanghæ hingað til Íslands með viðkomu í Helsinki í Finnlandi. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að Juneyao Air hafi verið búið að tryggja sér lendingartíma og þjónustu í Keflavík, og þegar hafi verið hafin sala á ferðum til landsins. Hins vegar hafi flugfélagið nú frestað öllu flugi til Íslands. Til stóð að fyrsta ferðin yrði farin 31. mars næstkomandi en búið er að fresta fyrsta fluginu til 25. apríl. „Samkvæmt okkar …
Athugasemdir