„Ég mun óska rökstuðnings,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, sem hlaut jafn mörg atkvæði í stjórn RÚV og Stefán Eiríksson, sem stjórnin valdi sem nýjan útvarpsstjóra 28. janúar. „Í opinbera kerfinu fær maður venjulega tilkynningu um að ráðið hafi verið í starfið og boðið upp á rökstuðning. En það var ekki gert í þetta sinni, þetta var bara símtal frá Capacent.“
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, staðfestir við Stundina að hún hafi þegar óskað eftir rökstuðningi frá stjórninni. Hún hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, en komst ekki upp úr 19 manna hópi umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stundarinnar þótti það vinna gegn henni að hafa tjáð sig opinberlega um RÚV með neikvæðum hætti.
Margir þeirra umsækjenda sem Stundin ræddi við telja tilefni til að fá rökstuðning um ráðninguna, bæði út frá sjónarmiðum um jafnrétti og til að fá samanburð á hvaða eiginleikar vógu þyngst við ráðninguna. Kemur það í hlut …
Athugasemdir