Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kolbrún og Kristín óska eftir rökstuðningi frá RÚV

Stjórn RÚV mun veita rök­stuðn­ing fyr­ir ráðn­ingu Stef­áns Ei­ríks­son­ar um­fram þá um­sækj­end­ur sem þess óska. Einn um­sækj­enda seg­ir stjórn­ina hafa úti­lok­að kon­ur til að hindra jafn­réttiskær­ur. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is er með til skoð­un­ar hvort heim­ilt hafi ver­ið að leyna nöfn­um um­sækj­enda.

Kolbrún og Kristín óska eftir rökstuðningi frá RÚV

„Ég mun óska rökstuðnings,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, sem hlaut jafn mörg atkvæði í stjórn RÚV og Stefán Eiríksson, sem stjórnin valdi sem nýjan útvarpsstjóra 28. janúar. „Í opinbera kerfinu fær maður venjulega tilkynningu um að ráðið hafi verið í starfið og boðið upp á rökstuðning. En það var ekki gert í þetta sinni, þetta var bara símtal frá Capacent.“

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, staðfestir við Stundina að hún hafi þegar óskað eftir rökstuðningi frá stjórninni. Hún hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, en komst ekki upp úr 19 manna hópi umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stundarinnar þótti það vinna gegn henni að hafa tjáð sig opinberlega um RÚV með neikvæðum hætti.

Margir þeirra umsækjenda sem Stundin ræddi við telja tilefni til að fá rökstuðning um ráðninguna, bæði út frá sjónarmiðum um jafnrétti og til að fá samanburð á hvaða eiginleikar vógu þyngst við ráðninguna. Kemur það í hlut …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár