Í Rússlandi gera landamæraverðir í því að vera ógnvekjandi, enda vita þeir sem er að Vesturlandabúar eru smeykir við Rússa í einkennisbúningum. Í Úkraínu eru þeir hins vera vingjarnlegir, vilja ganga í augun á Evrópumönnum og kalla á vini sína til að sjá íslenskan passa í fyrsta sinn. En hvernig ætli tekið sé á móti manni í Georgíu?
„Er þetta fyrsta skiptið þitt hér?“ spyr konan bak við glerið og rýnir stíft á passann. „Já,“ segi ég. Þykir það grunsamlegt? Varla. „Velkominn,“ segir hún og réttir mér vínflösku. Hvað sem öðru líður hljóta georgískir landamæraverðir að vera þeir vingjarnlegustu í heimi.
Það kemur í ljós að viðtökurnar eru byggðar á gamalli georgískri hefð. Í Sololaki-fjöllum gnæfir styttan Kartliis Deda, sem merkir víst „móðir Georgía“, yfir borginni. Hefur hún vínglas í einni hendi og sverð í hinni. Vínið er til að bjóða þá velkomna sem koma með friði en sverðið er …
Athugasemdir