Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar

Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir til­gang­inn ekki helga með­al­ið í kjara­deilu Efl­ing­ar við Reykja­vík­ur­borg. Eini odd­viti meiri­hlut­ans sem þáði boð Efl­ing­ar um fund var Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar
Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar segjast styðja baráttu láglaunafólks.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki styðja Eflingu skilyrðislaust í kjaraviðræðum félagsins við Reykjavíkurborg. „Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt,“ skrifaði hann á Facebook í gærkvöldi. „Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“

Efling boðaði oddvita meirihlutans í borginni til fundar til að ræða yfirstandandi kjaradeilu. Að óbreyttu hefjast verkföll félagsins á morgun. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og samflokkskona Björns Levís, var eini borgarfulltúinn sem hafði boðað komu sína samkvæmt tilkynningu frá Eflingu og var fundinum því frestað. „Það stóð ekki á mér að taka tilboði Eflingar um að funda með láglaunafólki í leit að sanngirni við samningaborðið,“ skrifaði hún á Facebook í gær. „Píratar standa með láglaunafólki.“

Björn Leví gerði málið að umfjöllunarefni á síðu sinni í gærkvöldi. „Þær launakröfur sem nú er verið að gera líta ágætlega út, stytting vinnuviku er ekki nógu framarlega í umræðunni og sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl,“ skrifaði hann. „Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“

„Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust“

Bætti hann því við að margt í kjarabaráttu Eflingar slái á neikvæðar nótur í umræðunni og að tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Fólk sem spyr mig, „styður þú Eflingu“ og ætlast til þess að það sé samasemmerki á milli þess og að styðja láglaunafólk ... nei og nei. Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust. Ég bara virka þannig. Ég geri mér væntingar um meiri styttingu vinnuvikunnar, áróðurslausa umræðu og betri kjör. Eins og ég sé þetta þá tikkar núverandi kjaradeila í eitt af þeim boxum. Gangi þeim sem allra best með það og betur með hitt,“ skrifaði hann að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár