Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar

Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir til­gang­inn ekki helga með­al­ið í kjara­deilu Efl­ing­ar við Reykja­vík­ur­borg. Eini odd­viti meiri­hlut­ans sem þáði boð Efl­ing­ar um fund var Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar
Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar segjast styðja baráttu láglaunafólks.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki styðja Eflingu skilyrðislaust í kjaraviðræðum félagsins við Reykjavíkurborg. „Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt,“ skrifaði hann á Facebook í gærkvöldi. „Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“

Efling boðaði oddvita meirihlutans í borginni til fundar til að ræða yfirstandandi kjaradeilu. Að óbreyttu hefjast verkföll félagsins á morgun. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og samflokkskona Björns Levís, var eini borgarfulltúinn sem hafði boðað komu sína samkvæmt tilkynningu frá Eflingu og var fundinum því frestað. „Það stóð ekki á mér að taka tilboði Eflingar um að funda með láglaunafólki í leit að sanngirni við samningaborðið,“ skrifaði hún á Facebook í gær. „Píratar standa með láglaunafólki.“

Björn Leví gerði málið að umfjöllunarefni á síðu sinni í gærkvöldi. „Þær launakröfur sem nú er verið að gera líta ágætlega út, stytting vinnuviku er ekki nógu framarlega í umræðunni og sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl,“ skrifaði hann. „Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“

„Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust“

Bætti hann því við að margt í kjarabaráttu Eflingar slái á neikvæðar nótur í umræðunni og að tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Fólk sem spyr mig, „styður þú Eflingu“ og ætlast til þess að það sé samasemmerki á milli þess og að styðja láglaunafólk ... nei og nei. Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust. Ég bara virka þannig. Ég geri mér væntingar um meiri styttingu vinnuvikunnar, áróðurslausa umræðu og betri kjör. Eins og ég sé þetta þá tikkar núverandi kjaradeila í eitt af þeim boxum. Gangi þeim sem allra best með það og betur með hitt,“ skrifaði hann að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár