Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar

Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir til­gang­inn ekki helga með­al­ið í kjara­deilu Efl­ing­ar við Reykja­vík­ur­borg. Eini odd­viti meiri­hlut­ans sem þáði boð Efl­ing­ar um fund var Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata.

Getur ekki stutt „áróðursherferð“ Eflingar
Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar segjast styðja baráttu láglaunafólks.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki styðja Eflingu skilyrðislaust í kjaraviðræðum félagsins við Reykjavíkurborg. „Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt,“ skrifaði hann á Facebook í gærkvöldi. „Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“

Efling boðaði oddvita meirihlutans í borginni til fundar til að ræða yfirstandandi kjaradeilu. Að óbreyttu hefjast verkföll félagsins á morgun. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og samflokkskona Björns Levís, var eini borgarfulltúinn sem hafði boðað komu sína samkvæmt tilkynningu frá Eflingu og var fundinum því frestað. „Það stóð ekki á mér að taka tilboði Eflingar um að funda með láglaunafólki í leit að sanngirni við samningaborðið,“ skrifaði hún á Facebook í gær. „Píratar standa með láglaunafólki.“

Björn Leví gerði málið að umfjöllunarefni á síðu sinni í gærkvöldi. „Þær launakröfur sem nú er verið að gera líta ágætlega út, stytting vinnuviku er ekki nógu framarlega í umræðunni og sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl,“ skrifaði hann. „Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“

„Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust“

Bætti hann því við að margt í kjarabaráttu Eflingar slái á neikvæðar nótur í umræðunni og að tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Fólk sem spyr mig, „styður þú Eflingu“ og ætlast til þess að það sé samasemmerki á milli þess og að styðja láglaunafólk ... nei og nei. Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust. Ég bara virka þannig. Ég geri mér væntingar um meiri styttingu vinnuvikunnar, áróðurslausa umræðu og betri kjör. Eins og ég sé þetta þá tikkar núverandi kjaradeila í eitt af þeim boxum. Gangi þeim sem allra best með það og betur með hitt,“ skrifaði hann að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár