Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir gerðist vegan árið 2016 en hún hefur brennandi áhuga á matargerð, næringu og heilsu og finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Hún opnaði uppskriftasíðuna Grænkerar.is í nóvember 2018 og vill með henni sýna fólki hversu auðvelt og skemmtilegt það er að elda vegan mat og að grænkerar geti vel verið sælkerar. Hún deilir hér með lesendum uppskrift að gómsætri karamelluostaköku.
Botn
- 1 dl pekanhnetur
- 2 dl möndlur
- 6 döðlur, muna að taka steinana úr
- 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus
- salt
Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.
Athugasemdir