Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýj­um regl­um um fjár­hags­lega hags­muni borg­ar­full­trúa hef­ur ekki ver­ið vís­að til af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar. Mál­ið hef­ur ver­ið mik­ið til um­ræðu vegna af­skrifta Sam­herja á stór­um hluta láns til Ey­þórs Arn­alds vegna kaupa á hlut í Morg­un­blað­inu.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu
Eyþór Arnalds Spurningum um lánveitingar dótturfélags Samherja til Eyþórs er enn ósvarað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa hafa beðið afgreiðslu úr forsætisnefnd Reykjavíkurborgar frá fundi hennar í lok september. Kynningarfundur um reglurnar var haldinn fyrir borgarfulltrúum í byrjun október, en nýju reglunum hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.

Reglurnar hafa ítrekað, eins og nýsamþykktar siðareglur borgarfulltrúa, verið deiluefni borgarfulltrúa meirihlutans og minnihlutans og settar í samhengi við lánveitingu dótturfélags Samherja til Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur ekki viljað upplýsa um að fullu.

Í nýju reglunum er óskað ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt er skráð tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda. Að mati Persónuverndar getur Reykjavíkurborg hins vegar ekki skyldað borgarfulltrúa til að skrá hagsmuni sína.

„Reglunum hefur enn ekki verið vísað …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár